Ný félagsrit - 01.01.1859, Qupperneq 11
liM STJORNARDKILU ISLENDINGA VID DANl-
11
alþíngislaga-fruravarpinu. Ennfremr feldu þeir bæn aíi
konúngsefni Dana, tjá honum ávarp sitt til konúngs, og
bi&ja hann ab túlka þetta mál vií) fóíiur sinn1). En þrátt
fyrir allar þessar tillögur var þó 8. Marz 1843 gefin
tilskipan óbreytt eptir frumvarpinu gamla i öllum abal-
atribum hennar. Nú var alþíngis kvatt hinn 1. Júli 1844,
en síban frestab til næsta árs 1845.
þó margir annmarkar væri á hinum nýju stjómarlögum,
og mart og mikib mætti finna ab kosníngarlögum alþíngis2),
þá var þó geysimikib unnib. Islendíngar vóra nú skildir
vid þíng Eydana, höfbu fengib þíng sér mebjöfnu valdi og
þíng Jóta ebr Eydana ebr Slésvíkr og Holtsetalands,
konúngsfulltrúi einn mátti tala dönsku á þínginu, en skyldi
þó annast, ad orbum sínum væri snúib á íslenzku. I Iögum
þessum fanst ab vísu enginn lagatafr fyrir því ab Island
væri land sér, því Danmörk hafbi tvö þíng en var þó
eitt land, en hin nýju lög mæltu þessu heldr ekki í gegn,
og þau vóru stob til þess, ab landib mætti öblast frelsi
og sjálfsforræbi þegar stundir libi fram. En hitt má þó
varla teljast minna gagn, ab þessi langa stjórnarbarátta,
er nú var kljáb, hafbi vakib og styrkt stjórnarlíf og
þjóbarmebvitund hjá fslendíngum. þab sem ab framan
er tjáb, mun hafa sýnt, hvílíkan áhuga ab konúngsbréfib
20. Mai 1840 hafbi vakib hjá landsmönnum, en þetta sést
þó enn betr, ef litib er á bókmentir landsins, sem tóku
afarmikinn þátt í stjórnardeilu þessari. þab er ljóst, hversu
') Hvorttveggja er prentab sem fyigistjal III og V. s. st. bls. 225
232 og 232—33.
!) Vestmanna eyjar vóru, til þess ab taka eitt dæmi af mörgum,
eitt kjördæmib, en eptir alþíngislögunum var ekkiunnt ab kjósa
þar nokkurn þíngmann, því þeir sem lögin höfbu smfbab, höfbu
ekki gáb ab þvf, ab eyjarnar víru allar konúngseign, og þar
var ekki hundrabatal. Úr þessu svonefnda kjördæmi gat því
enginn þíngmabr komib þangab til 1857. (I)