Ný félagsrit - 01.01.1859, Blaðsíða 27
UM STJORÍNARDEILU ISLKNDINGA VID DANI.
27
á ríkisþíngi Dana eptir fólkstölu; málum landsins skyldi
slegiít saman vib dönsk mál og skipt upp milli ráögjafanna,
en á Islandi skyldi sett almenn landstjórn og amtsráfe;
sumum þötti hentara ab íslenzkt kancellí væri sett fyrir
hin íslenzku mál undir forstöbu einhvers Islendíngs, en
forstöbumabr þess skyldi flytja málin eptir efni þeirra
fyrir ymsum dönskum rábherrum. þessu var samþykt, því
meb þessu þótti tvent unnib, aí> málin urbu undir danskri
handleibslu, en þó leit svo út sem fullnægt væri sanngjarnri
kröfu Islendínga, aÖ láta kunnuga menn fara mei) hin
íslenzku mál. En nú fyrst var þ<5 gjör gangskör a&
þessu. Meb kon. br. 10. Novbr. 1848 vóru mál Islands,
Færeyja og Grænlands sett saman í tvær skrifstofur; skyldi
önnur þeirra annast stjórnarathafnir og brefagjörbir, en hin
reikníngsmál öll. Fyrir stofum þessum bábum skyldi
vera einn forstö&umabr, er helzt skyldi lúta undir inn-
anríkis rá&gjal'ann, en bera þó þau mál fram fyrir hvern
hinna rá&gjafanna, sem snerta þær greinir stjórnarinnar,
sem þeir eru yfir settir. Til forstö&umanns var kosinn
Brynjólfr Pétrsson, en Oddgeirr Stephensen var settr yfir
stjórnar og bréfastofuna, og flestir skrifarar á þessari
stofu vóru Íslendíngar. Me& nýjúng þessari var nú a&
vísu ekki miki& unni& Islandi í gagn. A& sönnu var& nú
meiri þekkíng og einíng á landstjórninni; en ætla&i stjórnin
a& fara a& óskum og högum landsins, þá hef&i hún or&i&
a& leysa betr hendr sínar en nú var gjört og breyta
mörgu, sem meirr rei& á. Ætti Danmörk a& fá sanna
stjórnarbót, þá hlaut þa& einnig a& lýsa sér á ís-
landi, en a& láta stjórnina vera óbreytta, þa& var
a& láta landi& vera há& því, hvernig stjórn og rá&-
gjafar kynni a& veltast í Danmörku, og Íslendíngar