Ný félagsrit - 01.01.1859, Qupperneq 49
liM STJORINARDEILU ISLENDINGA VID DAINI*
49
En þó álitin sé þannig sundrleit í einstökum greinum, þá
koma þó öll fur&anlega í einn stab nifer i öllum afeal-
atriöum, og fjölbreytni þeirra sýnir berlega ab þau vóru
öll sprottin af alhuga og þjóöar naubsyn, 011 eru þau
samdóma í því, aö Island skuli vera ríkishluti sér sam-
hliba Danmörku, og hafa fult sjálfsforræbi í allri
innanlands skipan. Eitt álitiö skorar skírt á, aÖ ísland og
Danmörk skuli standa sín í millum jafnt og Noregr og
Svíþjób. 011 álitin játa meí) berum orbum e&r þá þegjanda
munni, ab Island lúti undir konúngsætt þá er nú sitr aí>
völdum, en þrjú álitin halda svo ríkt vi& konúngs sam-
bandib, a& ef konúngsættin lí&r undir lok, vilja þær, a&
landinu sé áskilin konúngs kosníng, á sama hátt og Dan-
mörku er heimilafe í grundvallarlögum þeirra. Úr öllum
héru&um er því og mótmælt a& hafa landstjórn saman
vi& Ðanmörku, e&r ab taka þátt í dönsku ríkisþíngi, e&r
a& íslenzk mál sé lög& undir ]>a& þíng, nema um hæsta-
rétt segja sum álit, a& hann geti menn enn sem fyrr
átt saman vi& Dani. og bera fyrir sig kostna&inn, og enn
a&ra mjög skrýtilega ástæ&u, a& hann „heíir gefizt oss
bezt af öllu |>ví, sem vér höfum átt a& sækja til Dana.“
Hér og hvar er þess og krafizt til tryggíngar þjó&erni
manna, a& öll lög og embættisbréf sé ritufe á íslenzku
einni, og a& þeir einir verfei settir til embætta, sem eru
Islendíngar e&r kunna íslenzku til hlítar. Allir ab kalla
krefjast þess, a& íjárhagr Islands ver&i Dönum fráskilinn,
og til þessa skuli kjósa nefnd jafnt af Dönum og Is-
lendíngum. Skólakostna&rinn einn vilja yms hérufe a& ekki
verfei fráskilinn, því Danastjórn sé fyrir löngu lögbundin
sérstaklega ab standa straum af íslenzkri skólakenslu.
Sé nú þessi skilna&r gjörr, þá vilja ílestir, a& Island
4