Ný félagsrit - 01.01.1859, Blaðsíða 55
UM STJORN\RDEILU ISLEINDINGA VID DAISI*
55
búizt undir. 10. Júli gat greilinn lagt fram skírteini sín,
en í Kaupmannahöfn hafbi gleymzt að láta frumvörpin í
sama umslag og bréfið, voru þau að líkindum send á eptir
með öðru skipi, og urðu þau lögb fyrir þíngið hinn 12.
Júli. En greifinn, sem var í sjálfs vald sett að ráða
þínglausnum, sagði þegar þann 10. Júli um töf þessa
sem á var orðin: „engu ab síðr liggr þab í augum uppi, að
þessar kríngumstæður hljóta ab tálma aðgjörðum fundarins
töluvert, og get eg að eins gjört )iá athugasemd hér við,
að eg skal taka fullkomlega tillit til þessa, þá eg ákveð
hve lengi fundrinn skuli standa.“ Á öferum fundi, mánu-
daginn 7. Júli, hafði þíngið sett nel'nd til að semja þíngsköp.
11. Júli lagði hún fram frumvarp sitt og þann dag hófst
fyrsta umræða málsins, þann 12. var henni áfram haldife,
og mánudaginn hinn 14. var tekið til annarar umræðu;
þann 15. vóru þíngsköpin samþykt, og kosnir embættis-
menn eptir lögum þessum. Hinn fyrra dag höffeu menn,
til að flýta sem mest fyrir málunum, þó á því væri
formgalli, valib hlutfallsnefndir eptir þíngsköpum þessum,
þó þau enn væri ekki samþykt af þínginu, til að íhuga
frumvörp stjórnarinnar, en þau vóru þrenn: frumvarp til
iaga um ákvarðanir nokkrar áhrærandi siglíngar og verzlun
á Islandi, og fruinvarp til laga uin stöðu Islands í fyrir-
komulagi ríkisins og um ríkisþíngskosníngar á Islandi,
og frumvarp til laga um kosníngar til alþíngis. Nú var
ráðið að taka fyrst verzlunarlögin. 18. Júli fór fram fyrsta
umræða og nefnd kosin, þann 31. var málið sagt fram,
og var jafnskjótt tekið til annarar umræfea, og henni
haldið áfram 1. 2. og 3. Ág.; 6. Ág. var loks tekife til
þrifeju og síðusta umræðu, og lauk svo að frumvarpið var
samþykt mjög umbreytt. í annan stað vóru tekin fyrir
stjórnarlögin. 21. Júli fór fram fyrsta umræða og nefnd