Ný félagsrit - 01.01.1859, Side 80
80
UM STJORNARDEILU ÍSLENDINGA Y!D DANL
skapa ser |>au lög som bonum sýndist? Ab stjórnar-
skipunarlögunum, og kosníngarlögum til alþíngis var skotifc
til sömu nefndar, kom af því, ab mál þessi v<5ru svo
nátengd; en ab tveir, nefndarmenn v<5ru kosnir til fram-
sögu, sagnafró&r rnacr Jón Sigurösson í stjórnarskipunar
málinu, en löglærbr mafir Eggert sýslumaör Briem í kosn-
íngamálinu, þaö sýnir, ab menn vildu ekkert láta ógjört
til aö flýta fyrir málunum. En hitt, a& í verzlunarlaga
nefndina vóru kosnir ymsir nefndarmenn úr liinni fyrri
nefnd, og ab Jóni Sigurössyni var enn falin á hendr
framsaga þessa máls, aÖ því getr sá einn fundiö, sem
hvorkí berr minsta skynbragö á, aÖ verzlunarhagr Islands
og stjórnarhagr eru svo náskyld mál, aö þau verÖa meÖ
engu móti aö skilin, ne heldr hitt, hve geys;mik!a sögu-
þekkíng, bæöi djúpa og yfirgripsmilda, þarf til þess aÖ
gjöra þessi bæöi mál vandlega úr garöi. þaö er því
degi ljósara, aö þínginu var ekki um aö kenna, þó tvö
lagafrumvörpin væri óbúin, en hitt er vandari getan.
hverjum þessi óheilla afdrif sé þá aö kenria. Greifinn
haföi fengiö bæöi leynda og Ijósa heimibl til þess aö
ráöa þínglausnum eptir eigin luigþótta. Hann haföi
ennfremr sjálfr sagt, aÖ bann í þessu efni mundi taka
fullkomlega tillit til hve frumvörpin vóru seint lögÖ fram.
þetta loforÖ sitt hélt hann ekki, en beitti rneÖ ójöfnuöi og
rangsleitni valdi sínu aö segja fundi slitiö, og í hvorttveggja
skipti lítr svo út í l'yrsta svip, sem lionum einum sé um
allt aö kenna, og þó má vera aÖ hér sé önnur raun á.
Greifa Trampe var aö vísu svo fyrirsldpaö, aö láta fyrir
engan mun viÖ gangast, aÖ staÖa íslands og Danmerkr
yröi rædd til hlítar á þíngi, þar þetta hlyti aö veröa til
hnekkis flokki þeim, sem í þaö mund sat aö völdum í
Danmörku; hann máíti því til því, á hvern þann hátt sem