Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Qupperneq 2
2
undanfomu hefur hegðað sér, og hafi hann
orðið sekur í legorðum, tiltökum, hve opt og
hvernig hann hefur brotlegur orðið, og eins hve
leingi liann hefur verið í þeirri sókn, sem hann
J)á fer úr. *)
4. Að við ennþá gefum út ritlíng einsog í fyrra.
*) Vera má, að sumum kunni að þykja þetta nokkuð til-
finnanlegt fyrir J)á, er prestsseðil taka, og vér berum ekki
móti því, jafnvel. þó þetta sé mikið undir því komið, hve
lipuriega prestsseðillinn er orðaður, og vér höldum, að svo
mjúklega megi að orði komast, að ekki verði tir því meiðsli;
en það sem oss í þessu þótti mest á riða, er það, að einsog
nú á stendur, er prestuin litt inögulegt að segja með vissu,
hve opt hverr hefur orðið hrotlegur í legorðum, þegar hann
dvelur stutta stund í hverri sókn, og verða s\o skyrslur
þeirra til yfirvaldanna næsta óáreiðanlegar, og getur á stund-
tun litið eins út og þeir vilji draga dulur yfir saknæm hrot,
og kom oss ásamt um, að vér ættum með öllu móti að forð-
ast þvílika grunsemi, er gæti kastað skugga á okkur sjálfa
og embætti okkar, og til þess þótti okkur hér umgetin var-
úðarregla miða. •