Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Side 10
10
og sómasainíega útlítandi og ekkert |>aö í henni,
sem lmeixli aöra, eöa veröi jieim til á.steitíngar. Jjú
átt líka kyrkju, kristinn maður! jiykir jiér ekki vænt,
um hana? finnur jni ekki til jiess, livílík unan jiað
er, að eiga kyrkju og mega koma og geta komið
jiángað? Ef j)ú finnur ekki til þess, jiá áttu bágt, og
er jiað Guðs eins, að vekja tilfinníngu fyrir j)vi í
brjósti j)ínu. En finnir j)ú til j)ess, j)á vil eg leit-
ast við að glæða og styrkja tilfinnínguna lijá j)ér,
með j)ví að syna j>ér undirrót og eðli hennar. All-
ar -vorar gjörðir eru á einhvern liátt sprottnar úr
hjörtum vorum, því hið innra líf sálarinnar er und,
irrót hins ytra; en það skiptir miklu, hvernig því
lífi er varið, sem bærist í brjósti voru. Einginn
maður er að öllu leiti svo andlega dauður, að liann
sé búinn að týna sérhverri Inigsun og tilfinníngu; en
hjá mörgum er þó hið andlega líf sofandi og svefn-
-þrúngið; margir foröast, því miður, sérhverja háleita
hugsun, sérhverja milda tilfinníngu, og alla umhugs-
un um sitt andlega ástand og eilífu forlög. Að
sönnu er lijá oss ekki svo hætt við, að menn gleymi
Guði og sjálfum sér í glaumi og glaðværðuin lífsins;
en hítt er ekki hættuminna, að jiurfa að erja og
vinna vakinn og sofinn fyrir lífsuppheldi sínu og
sinna, og fá aldrei að kalla hvíldarstund; því nema
menn gjaldi varhuga' við, veröur hugur og hjarta
vonum bráðar svo rígbundið við liinar hversdags-
legu veraldlegu sýslanir, að sálin á ofurbágt með
að losa sig við þær, þótt hún vilji, eða leita Drott-
ins af alhuga. Við þessu spornar ekkert betur enn
kyrkjurækni; því livergi hljónrar eins hátt og í húsi
Guðs, rödd hans heilögu orða í eyrum vorurn, og
kallar oss til bænar og lofgjörðnr, og til að snúa
huga voruin frá tvístrandi og tælandi hégóma Iieims-
ins, uppí hæðirnar til liins eilífa andanna fööurs.