Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Side 12
12
unarinnar, breiðandi út í'riftarfaðm nióti synduguni
mönnum, og heyrir þessi huggunarorð: vertu hug-
hraustur sonur, jiér eru syndir þínar fyrirgefnar!
Hvergi styrkist trúin og traustið á Guði betur enn
í húsi því, sem honum er helgað, og þar finnum
vér svo glögglega, þegar vér sendum bænar - og
barna - kvak uppí hæðirnar, að hann er faðir allra,
sem börn kallast, og að hrein og tær hugsvölun
streymir frá hinum eilífu lindum lífsins niður í
hjörtu trúaðra.
Hefur þú verið skítður heima eða í kyrkju? þú
veitst það ekki, ef tilvill, og manst sjálfsagt ekki
eptir því; en til hins rekur þig líklega niinni, þeg-
ar þú hátíðlega endurnýaðir skírnarsáttmála þinn,
og hjetst Guði því að reynast hon-um trúr til dauð-
ans. Jaðgjörðirþú í kyrkju. Dettur þér nú aldrei 1
þetta heit í hug? eða ertu fyrir laungu búinn að
gleyma því? llyfjast það aldrei upp fyrir þér, þeg-
ar þú situr í guðshúsi, og hiýðir lians orði og heyr-
ir, livernig hann liegnir andvaralausum, en lofar að
gefa liinum kórónu lífsins, sem reynast honuni trúir
allt til dauðans? þú hefur ángraður einatt játað
Guði þínum, að þú hafir margfaldlega brotið boð
hans; þii liefur fundið til óverðugleika þíns og
synðasektar þinnar, og þú hefur leitað þér hugar-
hægðar og nýrra krapta í nautn lieilagrar kvöldmál-
tíðar; þá var í guðsliúsi rétt að þér brauð lífsins, og
bikar friðþægíngarinnar, og þú meðtókst hinn helga
pant, og þú fórst heill heim til þín, og þér varð ept-
ir þvi sem þú trúðir. Er þá nokkur staður' betur
lagaður enn kyrkjan til að vekja hjá þér guðlegar
tilfinníngar og helg betrunar áform, þar sem þú
hefur liátíðlega heitiö Guði hollustu, og þeigið ást-
gjafir hans? þú verður, ef til vill, að vinna baki
brotnu, að erja alla rúmhelga daga fyrir viðurværi