Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Side 17

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Side 17
17 III. UM SIÐSEMI VIÐ KYRKJUR. A ofanverðri 17du öld og fram á liina 18du, var prestur að Vogum og Gimsey á Hálogalandi, sá er Jakob hét; hann var i mörgu merkilegur maður, vandlátur við sjálfan sig og aðra, trúrækinn vel og siðavandur, einkum um alla þjónustugjörð í kyrkj- unum. jiegar hann kom til brauðsins, fór þar margt í ólestri: drykkjuskapur var mikill, hjónabands-brot og lauslæti að {>ví skapi, ófriðsemi mikil manna á milli, deilur og áflog spurðust svo að segja með degi hverjum, menn sóttu illa kyrkjur, en betur sjó á messudögum, bændur guldu eingum stéttum nema með tregðu og eptirtölum, trássuðust við öll skyldu- verk, svo sem vegabætur, dýraleitir, fjallgaungur og þesskonar, svo jafn siðavöndum og skylduræknum rnanni, sem sira Jakob var, jiótti harðla íllt aðkomu, sem von var á, einkum þareð lögstjórn var litil um |>ær mundir, og sýslumaðurinn (Sorenskriveren) sem þá var, hafðí ekki verið valinn af betri endanum, sem geta má nærri, þar liann fékk sýslu svo norðarlega; hann skipti sér lítið af hvernig fram fór í héraðinu, einúngis gæti liann náð sköttunum; ef nokkur tregða var á þvi, gat hann verið nógu rækalls ötull og harður. ^að sem sira Jakobi féll sárast, næst illu framferði sóknarnianna, var ósiðsemi þeirra við kyrkj- 2

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.