Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Qupperneq 19

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Qupperneq 19
19 jþeirra, sem inn eru komnir, ekki samsvara mínum hugleiðíngum og því sem til stendur að framfari í kyrkjunni; kvennfólkið er að skauta livert öðru og- iagfæra klútana, það læt eg nú alltsaman vera, fá- ist ekki rúm eður næði til þessa inni í íveruliúsum staðarlialdara, en mér þykir það mætti fara lægra; ein kallar upp: þar stakkstu mig, önnur: þú hár- reitir mig klaufinn þinn, Sigga; haldtu vel til hekkj- anna á rósaklútnum o. s- frv., svo lieyrist í sömu andránni ofan af loptinu: hvað fékkstu í gær, Iags- maður? 30 í hlut af þorski, ísu og heilagfiski; þú held eg hafir ekki farið svángur af stað í morgun; hvar var hann betstur? hamarinn fastan og liaus- inn um kellínguna; hann liefir verið hríðvitlaus við ykkur, því þið sátuð einga stund? Honum varvalla þakkandi þó hann vildi blóðrauða skildina og gló- andi greppina; já, það er allteins og við^sem aldrei fáum neitt í hrognkelsa netin, þið eruð aldrei sein- astir í þau á morgnana. Ha! ætlarðu ................ jjiegar þetta og annað eins gengur, þá verður mér að sönnu stundum að líta upp með þykkjusvip, kemur þá hljóðskraf fyrstáeptir, líkasttilum sama áríðanda efni, en sumir hregðast og svo við, að þeir fara að hlæa, og, ef til vill, gjöra gis að mér. jþegar nú djákninn er búinn að samhringja og lesa bænina i kórdyrum, þá eru ekki nema við tveir einir í kórn- um fram í annað versið á inngaungu - sálminum, þá fer almenníngur fyrst að koma, oglæturþá fótatakið og skröltið í bekkjunum opt liærra enn saungurinn; sumir gánga ekki inn í kyrkjuna fyrr enn rétt und- ir prédikun; livað þeir eru að gjöraúti, veitegekki, en það lítur svo út, sem þeir álíti ekki sálmasaung- inn hluta messugjörðarinnar. Undir prédikuninni, rétt þegar búið er áð flytja guðspjallið, fara þeir að heilsast og kyssast, sem ekki voru búnir að hittast 2*

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.