Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Side 28
28
greinina, eða sama versið alla sína æfi, án þess að
vita, livað það þýðir, þó þetta sé í sjálfu sér svo
ljóst, að hverr heilvita maður geti ekki annað enn
skilið það, ef liann einúngis gætir að því.
5etta kemur til af því, að únglíngurinn venst ekki
í tíma á, að hafa tilhlýðilega eptirtekt og athygli
á þvi, sem hann lærir, en fyrir það má girða með
þeim hætti, sem áður er sagt, að barnið sé sem
fyrst spurt úr því, því með því venst það einsog
sjálfkrafa á, að hafá það yfir með þeirri umhugsun
og gaumgæfni, sem það getur.
2) Hin önnur nytsemi, er barnið hefur af því,
að það sé spurt úr þvi, sem það lærir, er: að það
æfir skilníng þess, eykur greindarablið og
hjálpar því til að ná skýrri þekkíngu á því
er það nemur. Jetta leiðir beinlínis af eðli spurn-
ínganna. 5eim sem spurður er, ríður á, bæði að
skilja spurnínguna, (þ. e. að skilja þýðingu hennar
og tilætlun), og að geta fundið lientugt svar uppá
hana. Hvorutveggja þetta æfir skilninginn, livessir
greindina, og hjálpar til að ná fjósari þekkíngu á
því, sem barnið nemur. Að sönnu eiga spurníngarn-
ar að vera svo ljósar, að sá, sem spurður er, þurfi
ekki lengi að grubla eptir þýðíngu þeirra; en þó
þær séu auðskildar í sjálfum sér, getur þó verið,
að ekki sé svo hægt, að leysa rétt úr þeim; en um-
liugsan sú, sem svarið lieimtar, og sú rannsókn á
efninu, sem það leiðir til, hjálpar til skilníngsauka,
og til að ná skýrri þekkíngu á því sem um var
spurt. j>að ber og optast við, að útaf spurníngun-
um, eða andsvörunum, vaknar nokkur umræða um
efnið milli kennarans og kennslubarnsins, og þessi
umræða miðar einmiðt til að skýra efnið, og gjöra
það ljósara. "Því er eins háttað fyrir þeim, sem
þannig fræöist, einsog manni þeim, er ráfað liaföi í