Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Síða 29

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Síða 29
tlimmu húsi, sem hann fann ekki dyrnar á, en j)á kemur annar með Ijós í hendinni, og lýkur upp dyr- unum fyrir honum, svo bjart verður kringum hann allt í einu. Allt eins rennur skilníngi barnsins nýtt ljós upp, þegar kennarinn er þannig að fræða það; en spurníngarnar gjöra j>að ennfremur að verkum, að fræðslan rótfestist enn betur í minninu, og verður eiginlegri jieim sem við á að taka. Fræðslan verður j)á og heldur ekki eintómt minnisverk; því ringl- íngurimi sjálfur á þátt í henni, að því leyti skilningur hans leitaðist við að ná henni. Jað er að visu sjálfsagt, að árángur spurnínganna, að því leyti, sem þær æfa skilnínginn, hlýtur að vera næsta misjafn; hann er að nokkru leyti kominn undir því, live lag- lega keynaranum ferst að spyrja, og að nokkru leyti undir gáfum únglíngsins,, sem við á að taka; en hvernig sem þessu er háttað hverju um sig, verður hann þó ætíð nokkur, þegar alúð er viðlögð, því það rætist eins í þessu efni, sem hverju ööru, að sigursæll er góður vilji. 3) Ilin þriðja nytsemi, sem barnið hefur af, að það er spurt úr lærdóminum„ er sú, að það greiðir guðlegum sannindum veg til lijarta þess, og lirærir það og lagar til að fallast á þau. Baniinu er eins varið og hinum fullorðna, að hjá þvi er tvennt, sem hlustar á kennínguna: skilníng- urinn og tilfinningarnar. Báðum þessum tilheyrendum verður kennarinn að gefa líkan gaum, og má hvorig- an þeirra setja hjá. Aö því leyti sem nú spurníng- arnar æfa skilninginn og greindarablið, og hjálpa til að ná grundvallaðri þekkingu á efninu, þá liefur kennarinn fullnægt kröfum skilníngsins; en — hann á líka að leitast við að laga spurníngar sínar þann- ig, að þær verði hjartnæmar; það er að skilja: að einsog hann vekur skilning barnsins til unihugsun-

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.