Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 34

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 34
34 ur við og viö í Ritnínguna, sem er grundvöllur kristilegrar trúar, og lesa nokkuð í kríngum jiær ritningargreinirj sem prentaðar eru í kverinu; við fiað verður honum sjálfum efnið ljósara, svo hann á |)ví hægra með að útlista fjrir barninu, hæði efni greinarinnar sjálfrar, og líka kríngumstæðurnar, er að henni lúta; en allt fietta hjálpar til að gjöra f>ekkíngu sjálfs hans skýrari og fullkomnari. Menn vita líka, að hinar einstöku vísindagreinir eru hver í ætt við aöra, og i nánu sambandi liver við aðra; f>ær rétta liver annari hendina, og gjöra veginn sín á milli greiðfærari, og kemur það eins hér framm; sá sem á annað horð er kominn í þá stefnu, að hann lætur sér ekki lynda f)að sem fyrst verður fyrir* iionunt, eða það sem ofaná flýtur í einhverri visindagrein, hver helst sem hún er, heldur leitast við að ná dýpri þekkíngu á henni, fylgir bráötim sömu reglu í liverju öðru, er honum þykir nokkurs umvarða að komast til þekkíngar á. 3>ví það er eðli skilníngsins, xir þvi hann er vaknaður á annað borð, að hann vill komast að undirstöðu hvers hlut- ar, er fyrir hann ber, og eirir ekki, að nokkuð skj'ggi á hann, eða aptri honum frá að geta gjört sér svo Ijósa hugmynd um einhvern hlut, sem liann vill. Jannig getur skýrari þekkíng á einstökum blut, greiðt manni götu til fullkomnari þekkingar yfirliöfuð, og hvatt hann um leið til að auöga og skýra alltaf þekkingu sina; og svoleiðis getur það, að foreldrar og húsbændur spyrja sjálfir börn sín í heimahúsi, úr því sem þau læra, orðiö þeim tilefni til skýrari, auðugri og yfirgripsmeiri þekkíngar, ekki að eins í sjálfum trúarbrögðunum, lieldur og jafnvel í því, sem þeim er þó ekki svo náskylt, nerna að því leyti sein ein vísindagrein er í ætt við liinar. Að síðustu vil eg geta þess, að foreldrar og

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.