Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Qupperneq 51
51
og í mörgum sálnmm er skáldskapurinn svo óvið-
feldinn og styrður, að tilfinníngarnar eru orðnar
brotnar og brenglaðar, þegar þær loksins koma í
ljós, og eiga því svo bágtmeð að vekja viðkvæmar
tilfinningar hjá söfnuðinum; því guðsorð verður að
koma frá hjartanu, eigi það að ná til hjartans."
Eptirlánganin eptir nýrri, fullkomnari og betri
messusaungsbók er því orðin svo innileg og almenn,
bæði hér og annarstaðar á landinu, þar sem vér til-
þekkjum, að vér treystumst til, að bera þá bæn
upp, ekki einúngis í voru, heldur og ótal annarra
nafni, að vor heiðraði Byskup vilji gángast fyrir
því, að nú þegar verði farið að yrkja upp á nýan
stofn, ogsafna sálmum til nýrrar messusaungs-
bókar. í því skyni dyrfumst vér að biðja hann,
að rita öllum próföstum á landinu, og bjóða þeiin
að safna nýum sálmum frá hinum betstu skáldum
í hverju prófastsdæmi, og sendaþá nefnd manna,
er Byskupinum þóknaðist að setja, til þess bæði ,’að
dæma um þessa sálma, og eins það, hverjir eldri
sálmar skuli takast i þá hina nýu sálmabók.
Vér teljum það sjálfsagt, að allir, sem eru fær-
ir um að yrkja sálma, muni gjöra góðan róm að
þessu máli, og leggja það til, er þeir geta. Margir
sálmar í sálmabók þeirri, sem nú tíðkast, munu og
vera þess maklegir, að fá sæti í hinni nýu messu-
saungsbók. Sömuleiðis er það ætlan vor, að vér
eigum marga ganda ágæta sálma í hinum eldri bók-
um, sem með lítilfjörlegum breytíngum mætti taka