Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 35

Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 35
35 1) Forseti skal veljast með atkvæðum, og má hann ei neita að takast forsetadæmið á hendur. Hann stýri meðferð mála |>eirra, sem samkomumönnum og honum semur um að ræða skuli. 2) Forseti velur sér aðstoðarmann, og má sá, er hann velur, ei neita valinu. 3) Forseti nefni til tvo skrifara, skal og forseti nefna fleiri, ef þurfa þykir, og má einginn und- an skorast. 4) $au mál skal fyrst ræða, sem mest virðist nauðsyn á, en ef ei semur, skulu atkvæði ráða. 5) Ekki má taka til máls, nema einn í senn, sem stuttlega, en greinilega færi fram ástæður sínar. 6) Já skal bænarskrá semja, sem f samkomu- manna samþykkja, og skulu allir skrifa nöfn sín undir hana. 7) Innihald eða ágrip af öllu, sem gjörist á fund- unum, skal rita í bók þá, sem fullgildist afforseta, varaforseta og fundarskrifurunum báðum. 8) Að þessu sinni skal fundurinn ei standa nema 2 daga. 9) Forseti og aðstoðarmaður hans vaki yfir reglu og siðsemi á fundunum, og sé allir skyldir að hlýða þeim, meðan á fundinum stendur. Síðan voru fundarlög rituð í fundarbókina; því næst völdu fundarmenn sér forseta, og varð hann Magnús Gíslason, settur sýslumaður þeirra Ísfi^ðínga; kaus hann sér þegar aðstoðarmann, prófast Ó. Si- vertsen; en skrifarar voru þeir presturinn Ó. E. John- sen að Stað á Reykjanesi, og stúdent Eiríkur Kuld að Flatey. 5V' n*st voru mál þau, er hér getur, tekin til umræðu, en hér verður einasta skýrt frá helztu atriðum hverrar bænarskráar fyrir sig: 1) Að hans hátign konúngurinn veitti þjóðinni ótakmarkað verzlunarfrelsi, samkvæmt því sem um 3*

x

Ársritið Gestur Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Gestur Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/70

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.