Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Qupperneq 2

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Qupperneq 2
9 LANDSTJÓRN. ungs, þeirra er óigi eru búsettir hjer á landi, og lögin um rjettindi hjerlendra kaupmanna og kaupfjelaga. Einkarjettarlögin þótti stjórninni bæði ófrjálsleg og óhagfelld, og rjeð hún til þess, að leita einkarjettar, ef til kæmi, á sama hátt og tíðkast í Danmörku, án þess að sjerstaklegra laga þyrfti við um það efni. Fiskiveiðalögin og kaupmannalögin þótti stjórn- inni aptur höggva of nærri rjettindum samþegna íslendinga er- iendis, nfl. Færeyinga og danskra kaupmauna, sem hjer áttu hlut að máli, enda höfðu hvorirtveggja borið sig upp undan lög- um þessum við ráðherra íslands. Af lagafyrirmælum almenns efnis, sem umboðsstjórnin ijet út ganga á árinu, má einkum nefna: 1. reglugjörð (ráðherrans) um innheimtu og reikningsskil á aukatekjum eptir lögurn 14. desbr. 1877, og á nokkrum gjöldum, sem þar við eiga sldlt; 2. reglugjörð (landshöfðingja) fyrir skattanefndir þær og yfirskatta- nefndir, sem fyiirskipaðar eru með lögum um tekjuskatt 14. desbr. 1877; 3. reglugjörð (landshöfðingja) um virðingu á hús- um, er skatt skal af greiða í iaudssjóð samkvæmt lögum um liúsaskatt 14. desbr. 1877, og 4. reglur (eptir landshöfðingja) til leiðbeiningar við virðingargjörð á fasteignum, er ætlazt er til að verði veðsettar fyrir lánum úr viðlagasjóði. Hið lang-yfirgripsmesta og aðkvæðamesta mál,er nú stóð á dagskrá, var málið um nýja skipun kirkna og presta- kalla og um gjöld til prests og kirkju. Samkvæmt ályktun alþingis 1877 var þetta mál nú undirbúið undir næsta þing. Undirbúningur þessi var á þá leið, að fyrst Ijetu stipts- yfirvöldin fara fram nýtt mat á öllum brauðum á landinu, eptir þeim reglum, er þau settu um það; og er þau höfðu fengið skýrslur um brauðamatið, sömdu þau tillögur sínar um brauða- og kirknaskipun á landinu, og sendu þær próföstum, til að leggja fyrir hjeraðafundi þá, er þingið hafði ætlazt til að gæfist kostur á að segja álit sitt um málið. Fundir þessir voru haldnir síðast í júnímánuði, en sumstaðar nokkru síðar; sóttu þá flestir prestar og kjörnir menn úr flestum sóknum. Fundir þessir ljetu í ljósi álit sitt um málið, bæði í heild sinni og sjer- staklega um brauða- og kirknaskipunina hver í sínu hjeraði. Síðan voru öll málsgögu lögð fyrir nefnd þá, er skipuð hafði

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.