Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 3

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 3
LANDSTJÓRN. 3 vcrið til þess að semja frumvarp til laga um þetta mál, og sem um er getið í fyrra árs frjettum. Nefndin kom saman í Keykja- vík fyrst í ágúst, og lauk starfi sínu að mestu á þeim mánuði. Fyrst gjörði nefndin ýmsar breytingar við brauðamatið, er henni þótti við eiga og vera nauðsynlegar, og hækkaði það eigi all- lítið á sumum stöðum, sjer í lagi þar sem henni þótti hlunn- indi prests-setranna veraof lágt metin. þ>á samdi nefndinfrum- varp til laga um nýja skipun prestakalla og kirkna. Til þess að gjöra hin smærri brauð nokkurn veginn lífvænleg, lagði nefndin það til, að sameina nokkur brauð, þar sem hún áleit að því yrði við komið. Skyldi bæta hin fátæku brauð annaðhvort með því að leggja til þeirra annað brauð eða part af brauði, sem ætti að leggjast niður, eða með því að sameina hið niður- lagða brauð við eitt af hinum betri brauðum, og leggja aptur frá hinu sameinaða brauði ákveðna peningaupphæð til hinna fátæku brauða. Sumstaðar skyldi fátækt brauð fá tillag frá góðu brauði, án þess það góða brauð fengi uppbót í staðinn. Nefndin ætlaðist til, að leggja skyldi niður 29 brauð, og stofna aptur þrjú ný, eða með öðrum orðum að fækka prestaköllum í landinu um 26, og hafa þau 144 í stað þess að þau eru nú 170. Tekjur hinna niðurlögðu brauða töldust nefndinni 20836 kr. 32 a. En auk þessarar upphæðar áleit nefndin að þurfa mundi 7600 kr. til þess að gjöra öll brauð viðunanleg að tekj- um. |>essar 7600 kr. lagði nefndin til að teknar yrðu úr lands- sjóði. Brauð þau, sem nefndin áleit að ekki yrðu bætt með sameiningum, en þyrftu að fá tillag annaðhvort frá öðrum brauð- um eða úr landssjóði, töldust 41. pessar brauðabreytingar skyldu komast á jafnóðum og brauðin losnuðu. Kirkjur skyldu og lagðar niður á stöku stað, ef svo semdist við kirkjueiganda, annaðhvort nú þegar, eða þá er því yrði við komið. Að því er kom til breytingar á tekjum prestanna, lagði nefndin það til, að tíund til prests og dagsverk yrðu af numin, en upphæð þeirri í álnatali, sem gjöld þessi hatá numið í 5 ár (1873—1878) skyldi jafna niður á gjaldþegna eptir efnum þeirra og ástandi. Minni hluti nefndarinnar (J>órarinn Böðvarsson og Einar Ás- mundsson) vildi einnig af nema lambsfóður og offur, og jafna einnig þeirri upphæð niður. Öll nefndin vildi losa presta við l*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.