Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 14
14
ATVINNUVEGIR,
Hin mildu áfelli, er tvisvar um haustið gengu yfir landið,
mega vel teljast annálsverð, en með því bæði að rúmið er lítið
og enda missagnir nokkrar um sumt, verður að eins minnzt á
þau með nokkrum orðum. í fyrra áfellinu, er stóð frá 12.—20.
sept., kyngdi niður miklum snjó í norðaustursveitum landsins.
|>að bar svo brátt að, að fjenaði varð víða eigi undan bjargað,
enda var margt fje langt frá bæjum. Urðu því víða stórkost-
legir fjárskaðar, einkumí Vopnafirði, Jökuldal og Fljótsdalshjeraði.
Á Hallfreðarstöðum var sagt að fennt hefðu 3 eða 4 kýr; fjölda
fjár vantaði víða, sumstaðar að sögn svo hundruðum skipti.
Fiskiskip 2 útlend rak á land í Vopnafirði, hlaðin af fiski; týnd-
ist farmurinn að mestu og svo skipin sjálf, en menn komust af.
1 þeim veðrum strandaði og skip á Papós, hlaðið með útlendar
vörur. J>á urðu og stórkostlegir heyskaðar víða. 15. sept. var
svo mikið ofsaveður undir Austur-Eyjafjöllum og í Mýrdal, að
fullorðnu fje sló niður til bana, en hey týndust að rniklum mun.
Víðar urðu þá stórskaðar, þó þeirra sje hjer eigi getið. í seinna
áfellinu, er stóð hjer um bil frá 20.—26. okt., var ofsaveður
enn meira og tók víðar yfir, enda urðu skaðarnir þá enn al-
mennari og stórkostlegri; skip og báta tók upp í veðrinu, og
braut meira og minna; þök tók af húsum, hey rauf og fauk, o.
fl. Sjógangur var þá svo mikill, að landbrot varð, rekavið tók
út, og sumstaðar sópaði sjórinn fjárhúsum burtu með öllu fjenu,
er í var, en snjóflóð annarstaðar. I veðri þessu sleit upp 4
skip norðanlands, 2 á Blönduósi, en 2 á Sauðárkróki, og 1
sunnanlands, í Keykjavík; skipin skemmdust og brotnuðu, en
menn komust af. Veðrinu fylgdi mikil snjókoma alstaðar, nema
á Suðurlandi; fennti bæði fje og hross á stöku stöðum. Mest
er sagt að kveðið hafi að fjársköðum í Skagafirði, Húnavatns-
sýslu, í Dölum og á Mýrum, og týndist þar á sumum stöðum
fje svo hundruðum skipti. Við fjárbjörgun er sagt að nokkrir
menn hafi týnzt. Annars urðu hvorug þessara áfella mannskæð
á móti því, sem þau urðu stórkostleg að öðru leyti.
Eldgos kom upp í hrauninu norðaustur frá Heklu. |>að
er talið með Heklugosum, og telja sumir það hið 19. en sumir
hið 20. gos hennar. Gos þetta hófst 27. febr. og stóð með
nokkrum millibilum þar til í aprílmánuði, en eigi varð glögg-