Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 15

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 15
ATVINNIJYEGIR. 15 lega sjeð sökum dimmviðra, live nær það liætti algjörlcga. fetta gos var með vægari Heklugosum, og varð eigi mein að því, það er teljandi sje, nema það spillti högum á afrjett Landmanna- sveitar sumarlangt, og gjörði ógreiðari vegi fjallreiðarmönnum. Eldgosi þessu og eldstöðvunum er ágætlega lýst í ritgjörð eptir Tómas Hallgrímsson læknaskólakennara, er prentuð er aptan við frjettir fyrra árs (1877), og er því sleppt að segja hjer frá því frekara. Á Síðumannaafrjett, í suðvesturhorni Vatnajökuls, hafa fundizt tveir dalir grösugir í Qöllum þeim, er FögruQöll eru kölluð, en áður voru nefnd Skaptárfjöll. Ætlað er, að Skaptá renni fram milli fjalla þessara og aðaljökulsins, og komi upp í vatni norður af dölum þessum (ásamt Tungnaá). Að öðru leyti eru dalir þessir enn eigi fullkannaðir. Heyskapur manna gekk mjög misjafnlega, og mjög ó- líkt á Norðurlandi og Suðurlandi, bæði að því er snerti grasvöxt og nýtingu. Alstaðar leit raunar fremur vel út með gróður, áður en vorkuldarnir komu um íniðjan maímánuð, og kipptu rojög úr. Grasvöxtur var þó talinn allgóður nyrðra í úthaga og á votengi, en nokkru miður á túnum og harðlendum hólum, er brunnir voru af beizkjuþurrkum. Sumstaðar var kvartað um grasmaðk í túnum, einkum í Borgarfirði suður. Á Suðurlandi voru tún og harðlendi töluvert betur sprottin en votengi, og yfir höfuð var þar betri grasvöxtur til fjalla en í lágsveitum. Á Austur- og Vesturlandi var grasvöxtur talinn allgóður. Nýt- ing á heyjum varð ágæt fram í september á Norður- og Austur- landi, og sæmileg vestanlands, en á Suðurlandi miklu lakari; hröktust þar mjög víða töður manna, og úthey framan af engja- slætti. Bezt nýttist hey þar undir sláttulokin, þá er þau fór að hrekja annarstaðar. Yfir höfuð varð heyaflinn að tiltölu rýr- astur á Suðurlandi, og mikið af honum Ijett til fóðurs. Hey- skaðanna, sem urðu um haustið, er áður getið. Kál, rófur og kartöflur spruttu, að því er frjetzt hef- ur, víðast hvar í bezta lagi. Afjarðabótum er það helzt að segja, að byrjað var á að þurrka upp Staðarbyggðarmýrar í Eyjafirði,og er það talsvert stórvirki. Búfræðingur Sveinn Sveinsson var fenginn til að

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.