Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 20
20 ATVINNUVEGIR. Erlendir aflamenn lágn við land að vanda, og þóttu helzt til nærgöngulir, en af þeira hafa að öðru leyti í þetta sinn farið litlar sögur. Hjer raá geta um sjóhrakning, sem með rjettu þykir annálsverður. Gufuskip frá Túnsbergi í Noregi lá um sumarið nálægt Grænlandi við selveiðar. Bátur frá skipinu villtist í þokuveðri, og fundu bátsmenn, er voru 5 að tölu, eigi skipið aptur, og vissu eigi, hvað þeir fóru. Hröktust þeir þannig um fulla sjö sólarhringa. Nesti höfðu þeir að eins til tveggja daga, en engan drykk. Tvo seli böfðu þeir í bátnum; á þeim hráum lifðu þeir, og svo nokkrum fuglum, er þeir skutu sjer til mat- ar. Engin segl höfðu þeir önnur en skinnin af selunum. Loks- ins bar þá eptir 7 sólarhringa að Kefiavík á Snæfellsnesi. Voru þeir þá mjög þrekaðir, en hresstust brátt og sigldu úr Stykkis- hólmi. Um náma er fátt að segja. Skozkur maður, að nafni Paterson, hefur verið að yrkja brennisteinsnámana í Krýsi- vík. Kalkbrennslunni í Reykjavík liefur verið haldið áfram. Af v e r z I u n i n n i er hvorki gott nje mildð að segja. Hún var enn sem undanfarin ár að mörgu leyti erfið og óhagfelld landsmönnum, og yfir höfuð virtist vera fremur deyfð í öllum verzlunarviðskiptum, ekki sízt íReykjavík,þar sem þó mætti búast við mestu fjöri og keppni í verzluninni. Tilraunir þær, sem landsmenn hafa gjört á síðari árum með stofnun verzlun- arQelaga, hafa flestar misheppnazt, og sumpart farið hraparlega. Verzlunarfielögunum við Breiðafjörð og við Húnaflóa, er menn fyrir nokkrum árum settu svo mikið traust til, hafa viljað þau óhöpp til, sem riðið hafa þeim að fullu. Ivaupmaður sá í Berg- en, er hafði umboð þeirra, varð gjaldþrota af viðskiptunum við fjelög þessi, og var það kennt skipströndum og öðrum óhöpp- um, sem fjelögin urðu fyrir. J>ar með var þeim lokið. Verzl- unarsamtök þau, er 8t.randarmenn (Vatnleysustrandarhreppur) höfðu, sjer í lagi í því að panta vörur beinlínis frá útlöndum, og sem höfðu orðið þeim að góðu gagni, dóu nú út eptir fá ár, án þess að brýnar orsakir sýndust vera til þess. Hlutaveltu- fjelagið í Reykjavík stendur enn, og er talið heldur á framfara- vegi, en þó er verzlun þess dauf og afllítil. Gránufjelag-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.