Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 37

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 37
FliÁ ISLENDINGUM í VESTURHEIMI. 37 cn þar á móti hefur verið talsverð hreifing á kirkjumálum í nýlendunni. far mynduðust 9 söfnuðir; tókst Jón prestur Bjarnason á hendur prestsþjónustu í 5 þeirra, en 4 söfnuðir fengu fyrir prest Pál prest J>orláksson, sunnan úr Bandaríkjum, og sömdu þeir sjerstök safnaðalög fyrir sig. Eigi leið á löngu, áður en fór að rísa talsverður ágreiningur milli hinna tvenns konar safnaða, og fylgdi hvor sínum presti, en skoðanir þeirra voru mjög mismunandi í ýmsum atriðum, bæði að því er snertir kirkjustjórn og trúarefni. í trúarefnum hjelt Jón prestur við Lúters lærdóm, eins og hann er skilinn og kenndur hjer á landi, nema að því leyti sem hann lagði eigi eins ríka þýðingu í trú- arjátningarnar, og í safnaðastjórn vildi hann hafa meira frelsi. Páll prestur fylgdi aptur norskum kirkjuflokki í Ameríku, er lioldur fastara við bókstafinn, og hefur strangari skoðun á ýms- um trúarlærdómum, og ófrjálslegri kirkjustjórn. Út úr ágrein- ingsatriðum þessum spunnust ritdeilur nokkrar í blaðinu Fram- fara milli ritstjórans Halldórs Briems og Páls prests þorláks- sonar. Svo urðu mikil brögð að ágreiningi þessum, að eigi þótti mega svo búið standa, og var haldinn almennur trúar- fuudur á Gimli. Fund þennan sóttu á þriðja hundrað manna, og stóð hann í 2 daga (25.-26. marz). Er það hinn fyrsti trúarfundur, sem haldinn hefur verið af íslenzkum mönnum. Á fundinum töluðu prestarnir mest, og vörðu hvor um sig skörulega sinn málstað; en svo bar mikið á milli, að hvorug- ur gat sannfært annan nje miðlað málum, og skildu þeir að því leyti við svo búið. En hins vegar kom þeim og báðum flokkunum saman um það, að láta af ritdeilum, og láta eigi hinar mismunandi skoðanir sínar verða til að ala flokkadrætti og spilla friði í nýlendunni. Upp frá þessu slotaði trúardeilun- um, og um vorið fór Páll prestur suður til Bandaríkja. Atvinnuvegir og bjargræði nýlendubúa gekk nokkuð misjafnara en árið áður. Snemma vetrar var stjórnarlánið þrotið, og urðu menn þá að fara að bjargast að öllu leyti á eigin rammleik, því að eigi var að hugsa til að fá rneira lán. Árferðið fór um þær mundir eigi að óskum, og kom það í há- mæli, að horfa mundi til stórra vandræða með björg, ef eigi yrði því fljótara greitt úr. pingráðsstjóri ljet þegar gjöra að-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.