Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 30
30
MENNTIR.
Guðjohnsens, eptir Einar Jónsson, vel samin. Sálmalög með
þremur röddum, eptir Jónas Helgason, 1. hepti, með 24 lögura.
Bók þessi á að gefast út í heptum, og hafa inni að halda öll
lög sálmabókarinnar. Verður hún nokkru ódýrari en Guðjohn-
sens sálmasöngsbók. Söngvar og kvæði með tveimur rödd-
um, 2. hepti, gefið út af Jónasi Helgasyni. fetta rit er áfram-
hald þess, er getið var í fyrra árs frjettum, og er eins vel út
gjört sem þá, bæði að kvæðum og lögum. í þessu hepti er 21 lag.
Af ritum, er snerta ýmislegt, sem ekki verður heimfært
til neinna af flokkunum hjer að framan, má nefna nokkur: Um
íslenkan faldbúning með myndum eptir Sigurð Guð-
mundsson málara, gefið út af frú Guðrúnu Gísladóttur (Briem)
í Steinnesi, merkilegt rit í sinni röð og vel vandað að öllu.
Lýsing fingeyrakirkju, og ræður fiuttar við vígslu henn-
ar, með uppdráttum af kirkjunni. J>ótt ritlingur þessi sje sjer-
staklegs eðlis, er hann fyrir ýmsar sakir þess verður, að koma
fyrir almenningssjónir, og mætti ef til vill verða tii upphvatn-
ingar og leiðbeiningar einhverjum þeim, er feta vildi í fótspor
þess, er kirkjuna ijet reisa. Stutt æfiminning Sigurðar
Breiðfjarðar skálds, samin af Jóni Borgfirðingi. Eit þetta
er æfisaga skáldsins með ættartölu hans og skrá yfir hin mörgu
rit hans, prentuð og óprentuð. Aptan við eru prentuð nokkur
ijóðmæli hans. Ritið, sem fremur lýsir hinum ytra lífsferli
skáldsins en skáldskap hans, er samið af miklum fróðleik. Lítil
ferðasaga Eiríks Ólafssonar, bónda á Brúnum í Rang-
árvallasýslu, er hann fór til Kaupmannahafnar 1876. Ferðasaga
þessi er að því leyti merkileg, sem hún sýnir, hvernig fámenntað-
ur, en greindur og eptirtektasamur bóndi á íslandi lítur á lífí
borgum erlendis. Um notkun manneldis í hallærum,
eptir doktor Jón Hjaltalín. Bjargræðis-vandræðin við Faxaflóa
1877 gáfu höfundinum tilefni til að semja rit þetta, er sýnir
með ljósum rökum, hvernig ýmsar íslenzkar jurtir og sjókvikindi,
sem eigi eru hirt, má nota til matar, þegar á liggur.
Auk bóka þeirra, er hjer hafa verið taldar, voru gefnar út
hið merkilega frjettarit Skírnir 1877—78, eptir Eirík Jóns-
son, Frjettir frá íslandi 1877, Skýrslu r og reikning-
ar bókmenntafjelagsins 1877—78, Skýrsla lærða