Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 29

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 29
MENNTIR. 29 en mjög vel menntaðan. Reglur þessar og skýringar eru ljósar og liðlega samdar. og er það þörf bók almenningi, Af skáldskaparritum þeim, er út komu á árinu, voru liin merkustu þýdd úr öðrum tungum. Er þar einkum til að telja þýðingar á tveimur sorgarleikum Shakspeares, en það voru Hamlet Danaprins, þýddur af Mattíasi Jokkúmssyni og Lear konungur, þýddur af Steingrími Thorsteinson. Báðir þessir sorgarleikir eru með frægustu skáldritum Shakspeares, og taldir meðal mestu meistaraverka heimsins í skáldskaparlegu tilliti. En þó alþýða manna hafi eigi enn sem komið er full not þessara listaverka, með því hún er enn óvön slíkum búningi á skáldskap, þá eru þau þó, bæði fyrir sakir efnisins og hinnar snilldarlegu þýðingar, hin mesta prýði bókmenntum vorum. j>á var gefin út Sawitri, forn indversk saga, þýdd af Steingrími Thorsteinson (áður prentuð í þ>jóðólfi). Skáldsaga þessi þykir að skáldlegri fegurð bera af flestum samkynja sögum, eigi að eins í fornindverskum skáldskap, heldur jafnvel í skáldskap allra þjóða. fýðingin er efninu samboðin. Vönduð mynd fylgir bók þessari. j>á var Nanna, gefin út af Jóni Ólafssyni, rit- stjóra Skuldar; það var Nýársgjöf og Sumargjöf, er fylgdi blaði hans. Efni kversins er saga eptir ritstjórann, í fjörugum stýl og fögru máli, og nokkur ljóðmæli eptir eldri og yngri skáld, flest að einhverju einkennileg, og sum mjög vel kveðin. Tvenn- ar rímur, er talsvert þótti til koma, voru og gefnar út, en það voru Rímur af Hálfdáni garnla og Rímur af Gunn- laugi ormstungu. Hjer má enn telja tvær riddarasögur íslenzkar, er voru: Sagan af Hjeðni og Hlöðvi (útgefend- ur Jónas Jónsson og Stefán Egilsson) og Saga af Vilmundi viðutan (útg. Guðmundur Hjartarson). Af ritum, er snerta sönglist, komu út: Sálmasöngs- bók með þremur röddum, eptir Pjetur Guðjohnsen. 1 henni eru lög (með texta) yfir flesta sálma í sálmabókinni síðustu, og auk þeirra nokkur sálmalög önnur. Útgáfan er hin vandaðasta. Að undir búa hana var hið síðasta þess konar verk hins ágæta söngfræðings, en eigi entist honum aldur til að leggja á það síðustu hönd, og unnu þeir að því yfirkennari Helgi Helgasen og stúdent Einar Jónsson. Framan við er prentuð æfisaga

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.