Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 28

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 28
28 MENNTIR. dauður bókstafur fyrir þá, er eigi hafa landabrjef, ttíkst J>jóð- vinafjelagið á hendur að útvega handa Islendingum ensk landabrjef, mjög tídýr. J>au eru mjög vönduð og nákvæm það sem þau ná, en það er eigi nema yfir nokkur lönd, fyrir utan heimsálfurnar. Landabrjefum þessum fylgja nokkrar ís- lenzkar skýringar. í fornfræði er einnig nokkurra rita að geta. Meðal bóka þeirra, er bókmenntaQelagið útbýtti fjelögum sínum, voru: Alþingisstaður hinn forni við Öxará, með uppdrátt- um eptir Sigurð Guðmundsson málara. f>að er einkum lýsing á íúngvelli og búðaskipun þar á fyrri öldum, með öðru fieiru, er þar að lýtur. Uppdráttur yfir |>ingvöll, með litum, fylgir rit- inu, en hinir aðrir uppdrættir eru yfir einstakar búðir, kirkju, Öxarárbrú m. fl. Rit þetta er einkar-vel og vandlega samið, og mjög fróðlegt; margt í því er raunar byggt á ágizkun, en líklegt er, að höfundurinn hafi víðast nærri farið, þar sem hann var maður skarpur og gagnkunnugri fornöldinni en flestir aðrir. Annað fornfræðisrit, er nú kom út, var: Leifar fornra kristinna fræða íslenzkra. Rit þetta var búið undir prentun af J>orvaldi Bjarnarsyni, presti á Melstað, með 1000 kr. styrk úr landssjóði. Efni bókarinnar er fornar íslenzkar þýðingar af kaþólskum prjedikunum og helgra manna sögum. Sökum ritmátans og fl. er hún eigi aðgengileg almenningi, en er talin mjög merkileg í fornfræðislegu og málfræðislegu tilliti. Útgáfan er mikið vandaverk, og þykir mjög svo vel af hendi leyst. — Til fornfræði, eigi síður en til sagnafræði og málfræði, má telja útgáfur fornsagna vorra. Tvær þeirra voru nú gefnar út, en það voru Gullþórissaga og Droplaugarsona- saga. Báðar hafa þær áður verið gefnar út, en þó eigi Gull- þórissaga öll, fyr en nú. Droplaugarsonasögu fylgja skýringar yfir vísur þær, er eru í henni. Kandidat J>orleifur Jónsson, er nú er prestur að Presthólum, hefur gefið út báðar sögurnar, og svo samið skýringarnar. Útgáfurnar eru vel vandaðar og skýringarnar skarplega samdar. I eiginlegri málfræði kom eigi út nema einn ritlingur: Stuttar rjettritunarreglur með málfræðislegum skýringum, eptirYaldimar Ásmundarson, óskólagenginn mann,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.