Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 31

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 31
MENNTIR. 31 skólansl877—78, Almanak þjóðvinafjelagsins 1879 með árbók íslands og fróðlegri ritgjörð um merkidaga o. fl. Frjettablöðin voru hin sömu sem árið áður, og engin breyting varð á ritstjórn þeirra önnur en sú, að doktor Grímur Thomsen á Bessastöðum stýrði «ísafold» mikinn tíma ársins, meðan Björn ritstjóri Jónsson var erlendis. Prentsmiðjurnar voru einnig hinar sömu sem árið áður. Sigurður prófaslur Gunnarsson á Hallormsstað Qekk, eptir ósk nokkurra Austfirðinga, konungsleyfi til þess að stofna nýja prentsmiðju á Seyðisfirði, en lionum entist eigi aldur til að koma henni á stofn. Bókmenntafjelagið hefur haldið líkri fjelagatölu sem að undanförnu. Fjelagsmenn þeir, er tillag greiða, voru í sept- embermánuði 773 að tölu, eða 21 færri en árið áður. Bóka þeirra, er fjelagið að þessu sinni gaf út, hefur verið getið hjer að framan, en því má bæta við, að fjelagið (deildin á íslandi) hjet nú 500 kr. verðlaunum fyrir íslands sögu (10 til 15 arkir að stærð), er ná skyldi frá landnámstíð til vorra daga. pjóð vinafj elagið kom eigi við að þessu sinni að gefa út, ársrit sitt Andvara, en útbýtti fjelagsmönnum í þess stað, auk almanaksins, fyrra heptinu af ágripi mannkynssög- unnar, eptir Pál Melsteð, og enskum landabrjefum, sem hvorstveggja er fyr getið. Um vísindaleg söfn vantar flestar skýrslur, en af því, að mörgum þeirra er lagður nokkur fjárstyrkur árlega aflands- fje, má ráða það, að þau aukist nokkuð á ári hverju, og það því fremur sem sumum þeirra er við og við sent ýmislegt að gjöf, svo sem ýmsum bókasöfnum, forngripasafninu og náttúrusögusafni lærða skólans. Um náttúrusögusafnið er þess getið, að því að þessu sinni gáfust ýmsar merkilegar steinategundir frá Ameríku (gullsteinar o. fl.), frá Færeyjum, úr DyngjuQöllum, af Mývatnsöræfum og víðar að; einnig nokkr- ar tegundir dýra, fugla, fiska og orma, sumt sjaldsjeð. Um- sjónarmaður forngripasafnsins í stað Sigurðar rnálara Guðmundssonar var settur fornfræðingurinn Sigurður gullsmiður Vigfússon, ásamt inspektor Jóni Árnasyni. í latínuskólanum voru lærisveinar við byrjun skóla-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.