Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 16

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 16
16 ATVINNUVEGIR. standa fyrir jarðabót þessari, auk þess sem hann skyldi ferðast um Norðurland, til að segja mönnum fyrir um ýmislegt í bún- aðarháttum líkt og að undanförnu. Á líkan hátt ferðaðist Ólaf- ur Bjarnarson jarðyrkjumaður um Vesturland. Kvennmenn voru og fengnir til að ferðast um, að segja mönnum til um með- ferð mjólkur og svo smjörgjörð og ostagjörð: Anna Melsteð norðanlands, en Kristín Wíum sunnanlands (í Árnes- sýslu). Öllum þessum hefur. verið veittur nokkur styrkur ann- aðhvort af opinberu fje eða búnaðarsjóðum, en landsmenn hafa fengið ókeypis tilsögn þá, er þeir hafa hlotið á þennan hátt, og má ætla, að hún hafi víða orðið að góðum notum. Sömuleiðis hefur nokkur styrkur verið veittur nokkrum ungum mönum ís- lenzkum, sem eru að nema búfræði á búnaðarskólum í Nor- egi. Búnaðarfjelag suðuramtsins hefur ráðgjört að koma hjer á sýningum á kvikfjenaði, og hefur í því efni leitað ráða sýslunefndanna, en óráðið er enn, hvort þessu verður framgengt að sinni eða ekki. Fjenaðarhöld urðu í meðallagi víðast hvar. Heytæpt varð raunar sumstaðar um vorið, en eigi er þess getið, að Qe hafi dregizt upp eða fallið af fóðurskorti, enda er slíkt nú orðið mjög sjaldgæft í flestum sveitum landsins. J>ar á móti er þess getið, að hrossafellir hafi orðið í vorharðindunum sumstað- ar í Skagafirði. Vorkufdarnir hnekktu sauðburði víða. Mál- nyta varð í lakara lagi á Suðurlandi, en betri annarstaðar. Fjár- heimtur urðu víða slæmar um haustið, og fjárskaðarnir sum- staðar stórkostlegir, svo sem fyr er á drepið. Bráðapest í sauðfje varð nú um haustið meiri en fyrirfarandi ár, einkum í sumum sveitum sunnanlands. far á móti spurðist nú hvergi til fjárkláðans, heldur en árið áður, og þykir nú fullsannað, að hann muni nú loksins eptir langa mæðu vera algjörlega upprættur. Er það margra manna mál, að ötulleikur og harðfylgi lögreglustjórans í fjárkláðamálinu muni hafa átt tals- verðan þátt í að útrýma honum. |>á er útsjeð þótti um kláð- ann, var umboðsskrá hans sem lögreglustjóra apturkölluð. Miltisbrunasýki kom upp í kúm á bæ einum í Mjóa- firði skömmu cptir nýárið, og fórust þar 3 kýr, en með ráði

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.