Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 22
22 ATVINNUVEGIR. fjártökuverðið í lakara lagi fyrir landsmenn, og eptirsókn eptir fje minni en opt að undanförnu. J>ví hefur verið hreift af Sunn- lendingum, að ná viðskiptum við Skota, líkt og Norðlendingar og Austíirðingar, til þess að fá betri markað fyrir það fje, er þeir vilja eða þurfa að selja. þ>að má telja til nýlundu, að um haustið voru á einum mánuði lagðar inn í verz.lanir í Reykja- vík nálægt 30000 rjúpur, og hver seld að meðaltali fyrir 40 a. Víða var um haustið kvartað um vöruskort í kaupstöðum, sjer í lagi á Vesturlandi. Aptur voru á Eyrarbakka, þar sem er hin mesta verzlun á Suðurlandi, mjög miklar vörubyrgðir. 1 hin- um nýlöggilta verzlunarstað í |>orlákshöfn er enn eigi byrjað á verzlun. Auk hinna venjulegu gufuskipsfcrða milli íslands og Danmerkur og umhverfis Island voru nú einnig af skozku gufuskipsfjelagi stofnaðar gufuskipaferðir milli Skotlands og ís- lands; þær voru alls 8 að tölu, og kom skipið í hvert skipti við á nokkrum höfnum norðan lands og austan auk Reykjavíkur. I>að flutti farþega milli landa, einkum útlenda ferðamenn, er ferðuðust hjer um land um sumarið, og vesturfara hjeðan; sömuleiðis flutti það út hesta, er Skotar keyptu nú á mörkuð- um, eins og opt undanfarin ár. Hversu margt hrossa þeir fluttu nú út, hefur eigi frjetzt, en verðlag á hestum var svipað og árið áður, og þó heldur lægra. Siglingar gengu á þessu ári að öllu samtöldu fremur tregt, sjer í lagi um vorið, sökum hafíssins, og aptur um haust- ið í áfellum og ofviðrum þeim, er þá gengu. Um vorið voru skipin lengi að hrekjast í ísnum aptur og fram, og löskuðust mörg en sum fórust alveg. Snemma í maí sökk kaupskip, er rekiz.t hafði á ísjaka, en menn komust með naumindum í bát, og hrakti þá burt. Norðmenn, er voru þar á skipi skammt frá, sáu þessi vegsummerki, og komu þar að, er skipið hafði farizt; ieituðu þeir mannanna í 3 daga, unz þeir fundu þá, og komu þeim í íslenzkt hákarlaskip, er flutti þá til lands. Skömmu síðar fórst annað skip á líkan hátt fyrir Austfjörðum, langt undan landi, en skipverjar komust í bál, og náðu landi í Borg- arfirði eystra eptir nokkurra dægra hrakninga. Nokkur önnur skip fórust þar um sama lcyli cða skemmdust meira eða minna,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.