Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 32

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 32
32 MENNTIR. ársins 1877—78: 93. Af þeim voru 5 sagðir úr skóla á skóla- árinu, en 10 útskrifuðust í lok júnímánaðar. Yoru þá 78 eptir. 16 nýsveinar bættust við um sumarið og haustið, svo að læri- sveinar skóians voru í nóvember 94. |>eir, sem útskrifuðust, voru: Finnur Jónsson, Páll Briem og Kjartan Einarsson, allir með fyrstu einkunn, og Geir Zoega, Halldór forsteinsson, Árni þ>orsteinsson, Bjarni Jensson, Jóhannes Olafsson, Asgeir Blöndal og Eiríkur Gíslason, allir með annari einkunn. Kennslan og allt skipulag skólans fór fram samkvæmt hinni nýju skólareglu- gjörð, og þótti betur gefast í ýmsu, en margir ætluðu áður. Á prestaskólanum voru 9 stúdentar skólaárið 1877—78. Af þeim útskrifuðust í ágústmánuði 5, en 5 bættust aptur við um haustið, svo að stúdentar urðu þar jafnmargir veturinn eptir. J>eir sem útskrifuðust, voru: Jóhann Lúter Sveinbjarnar- son með fyrstu einkunn, og Grímur Jónsson, Ólafur Ólafsson, jporsteinn Benidiktsson og forleifur Jónsson með annari ein- kunn. A læknaskólanum voru 6 stúdentar báða veturna. 2 tóku embættispróf í júnímánuði: Árni Jónsson og Helgi Guð- mundsson, báðir með fyrstu einkunn. Próf í forspjallsvís- indum við prestaskólann tóku prestaskólastúdentarnir Einar Jónsson, Jóhann J>orsteinsson, Morten Hansen og |>orsteinn Halldórsson, allir með fyrstu einkunn, og læknaskólastúdentarnir J>órður Thoroddsen og Jón Johnsen, annar með fyrstu, en hinn með annari einkunu. Sams konar próf við háskólann í Kaup- mannahöfn tóku þessir íslenzkir stúdentar: Björn Bjarnarson, Ólafur Halldórsson, Halldór Daníelsson og Jóhn Finsen með fyrstu einkunn, J>órhallur Bjarnarson og Sigurður Guðmundsen, með annari, og Jón pórarinsson með þriðju einkunn. Kvennaskólarnir taka árlega nokkrum framförum. Handa kvennaskólanuin í Reykjavík var nú reist stórt og vand- að skólahús tvíloptað, svo að nú bagaði eigi rúmleysi sem áð- ur, enda fjölguðu stúlkurnar, sem í hann gengu, til helminga. 1 nóvember voru þær 22 að tölu, og var þeim skipt í 2 bekki; en að öðru leyti var kennslunni hagað líkt og áður. Komið hefur til orða, að sameina kvennaskóla Norðlinga, hinn skag- firzka og hinn eyfirzka, og reisa þeim eitt hús í sameiningu. Að því leyti sem kvennaskólarnir eru styrktir úr landssjóði,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.