Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 33

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 33
MENNTIR. 33 standa þeir undir umsjón stiptsyfirvaldanna. Sama regla hefur vcrið sett um b a r n a s k ó 1 a þá, er njóta styrks af landssjóði. |>eir eru ílestir á Suðurlandi, og hefur þeirra áður verið getið í frjettum þessum. J>eir virðast allir vera á góðum fratnfaravegi, en að öðru leyti er ekkert sjerlegt af þeim að segja. í Flens- borg við Hafnarfjörð var nó stofnaður alþýðuskóli af gjöf þcirri, er |>órarinn prófastur Böðvarsson í Görðum og kona lians, J>órunn Jónsdóttir hafa gefið til slíkrar stofnunar, en það var jörðin Hvaleyri og skólahús í Flensborg með öllu tilheyr- andi, hvorttveggja metið 6900 kr. virði. Skóli þessi á að vera barnaskóli fyrir Garðaprestakall á Álptanesi, en jafnframt að því leyti, sem því verður við komið, almennur monntunarskóli. Hann stendur undir umsjón stiptsyfirvaldanna, cr setja honum reglugjörð. í Keykjavík og á Seltjarnarnesi voru haldnir um tíma sunnudagaskólar, til þess að gefa þeim, er lítinn eða engan tíma hafa á virkum dögum, kost á nokkurri menntun, fyrir mjög litla borgun. Sömuleiðis tóku nokkrar heldri konur og stúlkur í Keykjavík sig saman um, að veita fátækum stúlku- börnum ókeypis kennslu í saumi og prjóni þrjár stundir á dag í þrjá mánuði. Sjónarleikir voru leiknir í Reykjavík, í Stykkishólmi og á Akureyri. Eigi voru aðrir íslenzkir af leikjum þessum en Útilegumennirnir (eða Skuggasveinn) eptir Mattías Jocli- umsson, er leiknir voru bæði í Stykkishólmi og á Akureyri. Hinir leikirnir voru útlendir, og leiknir sumpart á dönsku, en sumpart í íslenzkum þýðingum. Alstaðar þótti takast vcl að leika, og vera því góð skemmtun; en auk þess að skemmta, er það kunnugt, að slíkir leikir jafnaðarlega hafa menntandi áhrif á menn, og styðja á ýmsan hátt að góðri reglu. Bindindisfjelðg virðast lieldur vera að fjölga og efl- ast. í skýrslu um fjelög þessi í blaðinu Skuld í júlímánuði er ætlað á, að bindindisíjelög á landinu muni þá hafa verið 11 talsins ; er þar líklega nærri farið, en þó er eigi ólíklegt, að þau sjeu fremur fleiri en færri. Af bindindisfjelögum þessum virðist mest kveða að fjelögunum í Norðfirði og á Vestmanna- eyjum. Að síðustu má geta þess hjer, að biskupinn kvaddi 25. Fkjettir frá íslandi. 3

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.