Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 18

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 18
18 ATVINNUVEGIK því hafísinn, sem lengi var nærri landi. Betur heppnaðist hann annarstaðar, og að öðru leyti aflaðist hvervetna særailega á þil- skip. Laxveiðarnar heppnuðust víða nokkru miður en und- anfarin ár, einkum á Suðurlandi. Bjargræðisvandræði þau, er verið höfðu árið áður í hjcruðunum kring um Faxaflda, hurfu nú, þegar þar tók að fisk- ast; þó var framan af árinu fremur hart á Akranesi, og það svo, að læknir var sendur að skoða ástandið þar; bar það eink- um til þess, að maður hafði dáið þar snögglega, og hugðu sumir það vera af harðrjetti, en svo reyndist, að það hefði verið öllu fremur af háfsáti. Bráðum fór einnig að rjetta þar við eins og annarstaðar. Haldið var áfram fyrst um sinn að senda gjafir og samskotaije hinum bágstöddu, einkum úr hinum fjarlægari landsfjórðungum. Var sumu af fje því þegar skipt upp á milli fátæklinga, en sumt var geymt um sinn, með því að mestu neyðinni var þá af ljett. En þó að öllum stórvandræðum væri þannig afstýrt í bráð, voru afleiðingar fiskileysisins eigi horfnar, því að miklar skuldir hvíldu á mörgum venju fremur; þó mun hafa tekizt að skarða nokkuð í þær, þótt eigi væri fiskiár meira en í meðallagi. Síðasta alþingi hafði gefið út lög um fiskiveiðar á opnum skipum, þess efnis, að hvert hjerað, þar sem slíkar veiðar eru tíðkaðar, mætti sjálft setja sjer reglur um allt það, er lýtur að veiðiaðferðinni, á þann hátt, að sýslunefndin skyldi fyrst semja vissar reglur í því tilliti, og bera síðan undir hjer- aðsbúa, er þá rjeðu úrslitum málsins. |>etta leyfi þingsins tóku menn nú að nota, að því er snerti veiðarnar í Faxaflóa, og setja sjer nýjar reglur um takmörkun á notkun neta og lóða, niður- burð o. fl., er margt hefur verið á ringulreið að undanförnu, og sömuleiðis til að afstýra skemmdum af mannavöldum á veið- arfærum, sjer í lagi netum, með því að banna að fást við þau um nætur, o. s. frv. Um reglur þessar varð mikið þjark og rekistefna fram og aptur, án þess að samkomulag hafi náðst; en hvorki er þörf nje tækifæri til að skýra hjer frá því írekara. Svo er sagt að sams konar reglur hafa einnig verið settar í öðr- um fiskiverum, svo sem á Seyðisfirði og ísafirði. Bænarskrá til alþingis frá ísfirðingum gaf tilefni til áminnztra laga.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.