Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 11
LANDSTJORN. 11 um hluta af 16. læknishjoraði (Austur-Skaptafellssýslu). Praktí- serandi læknir A. Tegner var 5. febr. settur læknir í 5. læknis- hjeraði (vesturhluta Barðastrandarsýslu), en það embætti tekið af honum aptur 5. nóv., og settur til að þjóna því hjeraðslæknir Jmrvaldur Jónsson á Ísaíirði. Konsúll Frakka í Reykjavík (í stað Randrups lyfsala) var skipaður verzlunarstjóri Niljohníus Zimsen. Heiðursmerki dannebrogsmanna var 23. febr. veitt Ásgeiri alþingismanni Einarssyni á þnngeyrum, og s. d. kansellíráðs-nafnbót Ara óðalsbónda Arasyni á Flugu- mýri. Heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs ní- unda hlotnuðust að þessu sinni J>órði forsteinssyni, bónda að Leirá í Borgarfjarðarsýslu, og jporvaldi Bjarnarsvni, bónda í Núpakoti í Rangárvallasýslu, 160 kr. hvorum þeirra, báðum fyrir framúrskarandi jarðabætur, húsabyggingar, o. fl. Að lyktum skal hjer minnast á nokkur málaferli og d ó m a, er einkum hefur verið veitt eptirtekt. í frjettum fyrra árs er minnzt á málið um dómsvald lögreglustjórans í fj árkláðamálinu, og þess getið, að landsyfirrjetturinn dæmdi, að lögreglustjórinn hefði ekki dómsvald. Málinu var skotið til hæstarjettar, en hann lauk öðru dómsorði á, og vís- aði málinu heim aptur til dæmingar að efni til. — Málaferli risu enn út af laxveiðinni í Elliðaánum. Óánægjan með þvergirðingarThomsens kaupmanns í ánum fór dagvaxandi. f>eir, sem rofið höfðu laxakisturnar árið áður, voru í undirrjetti dæmd- ir til að greiða sektir til landssjóðs, skaðabætur eigandanum og svo málskostnað; en nú fór svo, að kisturnar voru aptur rofnar. En nokkru áður var af hálfu hins opinbera hafin rannsókn um það, hvort veiðiaðferðin væri lögleg eða ekki. Málið kom til dóms, og dæmdi sýslumaðurinn Thomsen kaupmann í 30 kr. sekt fyrir ólöglega veiðiaðferð, er bilið milli rimlanna í veiði- vjelunum væri minna, en lögin áskilja; en þar eð veiðivjelarnar voru áður upp rifnar og brotnar, voru þær eigi dæmdar upptækar. — í>á risu enn málaferli nokkur út af homöopatiskum lækn-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.