Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 7

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 7
LANDSTJORN. og verið hafði að undant'örnu. Strandferðaskipið var látið fara einn hring heilan um landið, tvo hálfhringa sunnan um land, og fjóra hálfhringa norður og vestur um land. Með því að nú var óvenjulega mikið ísaár, skekktust ferðirnar nokkuð til frá því, er á var ætlað. Að öðru leyti þótti einnig stunduin brugðið út af ferðaáætluninni að óþörfu, til mikils baga fyrir farþega og þá, er vörur sendu með skipinu. Ferðunum hefur þannig eigi að eins þótt óhaganlega fyrir komið, heldur hafa þær einnig reynzt óáreiðanlegar, og kostnaðarsamar að því leyti, sem borga þyrfti skaðabætur fyrir þann óhag,er menn bíða af því,er brugðið er út af ferðaáætluninni. Póstskipsferðirnar inilli Islands og Danmerkur gengu líkt og að undanförnu. Ferðum landpóst- anna var að mestu leyti hagað cins og árið áður. Af vegamálum er ekki inargt að segja, en þó taka vega- bæturnar árlega nokkrum framförum. Fjallvegabætur voru í þetta sinn gjörðar: yíir Svínahraun, yfir Bröttubrokku, á Holta- vörðuheiði, á Kaldadal og Grímstungnaheiði, yfir Vatnsskarð, á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum. Sýsluvegir voru nú á- kveðnir víðast hvar, og farið að vinna að þeim sumum hverj- um; en hvorki af þeim nje lireppavegum hefur hcyrzt getið um neinar nýjar stórkostlegar vegagjörðir. Málinu um brýr yfir stórárnar þjórsá og Ölfusá var nú hreift í amtsráði suður- amtsins, í tilefni af áskorun sýslunefndarinnar í Iíangárvalla- sýslu, og skrifað sýslunefndunum í nokkrum sýslum, er næst liggja og helzt eiga hlut að máli, um það, hvort og að hverju leyti þær sjái sjer fært að styrkja til þessa fyrirtækis. Hjer við situr að sinni. Málið um þjóðjarðir var fengið amtsráðunum til meðferð- ar. Viðvíkjandi hinum almennu atriðum málsins var það tekið fram í suðuramtsráðinu, að þjóðjarðir verði ekki boðnar upp til ábúðar; að landskuldir verði áskildar í peningum optir meðalverði allra meðalverða; að ekkisjeusett ný kúgildi, heldur landskuld hækkuð, þar sem svo er ástatt; að reistar verði skorður við margbýli á jörðum; að leigumátinn yrði vægari en á bænda eignum, sökum þess að landskuldin er áskilin í peningum; að landamorki jarðanna verði rannsökuð og nákvæm- ar ákveðin og íi. Áþekkt þessu var álit amtsráðsins í vestur-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.