Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 8
8
LANDSTJÓRN.
amtinu, en af áliti norður- og austuramtráðsins hefur ekki
frjetzt. Að öðru leyti er ekkert sjerlegt að segja frá fundum
amtsráða eða sýs 1 unefnda.
Viðvíkjandi sveitamálum er heldur ekkert sögulegt. Á
hreppaskipun var eigi gjörð önnur breyting en sú, að Álpta-
neshropp var skipt í tvo hrcppa um sóknamótin milli Garða-
og Bessastaðasókna. Hinir nj'ju hreppar nefnast Garðahreppur
og Bessastaðahreppur.
Áð því er snertir opinber gjöld má geta þess, að jafn-
aðarsjóðsgjaldið lækkaði nú mjög sunnan- og vestanlands meðal
annars af því, að varðkostnaðurinn fór minnkandi. í suðuramt-
inu var það nú 18 aurar af hverju tíundarbæru lausafjárhundr-
aði, en í vesturamtinu 25aurar; í norður-og austuramtinu var það
20aurar. Á verðlagsskráarumdæmun um varð sú breyt-
ing, að Rangárvallasýsla fjekk leyfi stiptsyfirvaldanna til þess
að hafa verðlagsskrá út af fyrir sig. Meðalverð allra meðal-
verða var nú eptir verðlagsskránum á þessa leið:
í Skaptafellssýslu........................48 aur. alinin
- Rangárvallásýslu........................59 — —
- hinum sýslum suðuramtsins .................59 — —
- Mýra- Snæfellsness- Hnappadals og Dalasýslum 61 — —
- Barðastrandar- og Strandasýslum ... 59 — —
- ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað ... 63 — —
- Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum ... 56 — —
- Eyjafjarðar- og fingeyjarsýslum og Akureyr-
arkaupstað..............................54 — —
- Múlasýslunum............................57 — —
Kosningar til alþingis fóru nú fram í 2 kjördæmum.
í Skagafjarðarsýslu urðu nú auð bæði þingmannasætin,
þar sem annar þingmaðurinn (Jón Blöndal) dó, en hinn (E.
B. Guðmundsson) sagði af sjer alþingismennsku. I stað þeirra
voru aptur kosnir 19. sept.: Eriðrik bóndi Stefánsson í Ytra-
Vallholti og Jón ritari Jónsson í Reykjavík. í Strandasýslu
var í október kosinn alþingismaður Björn ritstjóri Jónsson í
Reykjavík í stað Torfa Einarssonar, er andaðist haustið áður.
í amtsráð voru kosnir: í suðuramtinu Skúli presturGísla-
son á Breiðabólstað, í stað Jóns prófasts Jónssonar á Mosfelli,