Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Page 17

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Page 17
ÓNNUR INNANLANDSSTJÓRN. 19 |>essar opiiiberar sýslanir vóru veittar: Yið landsbankann fyrirhugaða: Halldóri Jónssyni, kand. theol. í Reykjavík, var veitt féhirðis- sýslanin 27. nóv., og sama dag Sighvati Bjarnasyni, landshöfðingjaskrifara, bókara-sýslanin, enn 24. okt. hafði landshöfðingi veitt L. E. Sveinbjörnson, yfirdómara, framkvæmdarstjóra-sýslanina. 10. mars var Jón Sigurðsson, alpingismaður á Gautlöndum, skipaður umboðsmaðar yfir Norðursýslu- og Reykjadalsjörðum og 3U Flateyjar, enn 29. ágúst var Asmundi Sveinssyni stúdent, umboðsmanni Arnarstapa og Skógarstrandar umboðs og jarðarinnar Hallbjarn- areyrar, vikið frá þeirri sýslan fyrir vanskil, og kaupm. og al- pingismanni Holger Clausen s. d. falið á hendur pá fyrst um sinn að innheimta ógreitt jarða-afgjöld, enn síðar (7. nóv.) var verslunarstjóri S. Richter settur umboðsmaður þessara jarða til fardaga 1886. — N. S. Krtiger lyfsali var viðurkenndur af kon- kgl. hollenskur konsúll í Reykjavík 24. júlí. — Prestvígðir vóru: Ólafur Ólafsson, kand. theol., 6. sept., og s. d. Pálmi J>óroddsson, kand. theol., (til áðurnefndra brauða); og Stefán Jónsson, kand. theol., 19. apríl, sem aðstoðarprestur til Stefáns prófasts þorvaldssonar í Stafholti. Yið árslokin vóru 15 prestaköll óveitt. — Heiðursmerki: Jón Ólafsson, útvegsbóndi í Hlíðarhúsum i Reykjavík, fékk heiðursmedalíu fyrir björgun manna úr sjávarháska (13. nóv. 1883), og Jóhann Gunnlaugsson, formaður fyrir eyfirðsku hákarlaskipi, fékk vandaðan sjónauka frá Bretastjórn fyrir björgun á manni frá ensku hvalveiðaskipi. 14. apríl var landshöfðingi Bergur Thorberg sæmdur af konungi kommandörskrossi dannebrogsorðunnar á 2. stigi, og s. d. var séra Magnús Bergsson í Heydölum sæmdur riddarakrossí dannebrogsoröunnar og bændurnir Erlendur Pálmason í Tungunesi í Ilúnavatnssýslu, Jóhannes þorgrímsson á Sveinseyri við Tálknafjörð og Eiríkur Eiríksson á Reykj- um á Skeiðum, og sjáli'seignarbóndi og kaupmaður Jón Árnason í porláks- höfn sæmdir heiðursmerki dannebrogsmanna, og 16. júlí var Sigurður Mel- steð, forstöðumaður prestaskólans, sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna. III. Samgöngur. Póstgöngur og gufuskipaferðir. — Yeggerðir. — Brúamál. Póstgöngurnar og guíuskipaferðiruar póttu ganga nokkuð 2*

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.