Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Síða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Síða 4
4 fornleifafjel. 1888—92, bls. 120. línu 4. er þar stendur: «hafl ekk- ert vatn verið», . . á víst að vera; hafl eitthvert vatn verið]. Hof. sst. «Ingiraundur kaus sjer bústað í hvammi einum « fögrum .... hann reisti hof mikit hundrað fóta langt* . . Bær- inn Hof stendur milli holta tveggja, er ganga fram undan fjalls- hlíðinni þvert vestur í dalinn. Milli þeirra ofan til ganga önnur tvö smáholt fram, sem ná eigi nema ofan að túninu. Mynda þessi fjögur holt fagran hvamm, sem bærinn og túnið er í. Milli allra holtanna eru lautir, sem leysingarvatn rennur í, er flytur með sjer aurburð, svo þar af þykknar jarðvegurinn smátt og smátt. Syðra miðholtið er stærra, og eru á því fjenaðarhús; hið nyrðra er að eins lítill hóll. Hann heitir Goðhóll, og er sagt að hofið hafl staðið á honum. Fornt garðlag, digurt mjög, liggur í boga eptir honum norðanverðum, og beygjast báðir endarnir að lautinni, sem þar er sunnan við milli smáholtanna. Mun þetta hafa verið hringmynduð girðing, og hefir suðurhluti hennar leg- ið f lautinni, en jarðvegur þar hækkað vegna árennslis og hulið þann hluta garðsins. Þessi girðing má hafa verið í kring um ■* hofíð. Engin glögg merki sjást ’samt til hofsins; en það er mjög skiljanlegt: Þar er allt byggt úr torfi, þvf hleðslugrjót er ekki til nærri. Sá munur hefir nú verið á garðinum og hoflnu, að garðurinn hefir fláð (o: verið uppdreginn) og þvi getað gróið og staðist storma; en veggir hofsins hafa staðið lóðrjett upp og þvi ekki getað gróið, þornað svo upp og blásið burt, er hætt var að halda þeim við. Mundi því til einkis að grafa þar. Oddsás (Oddaás ?): kap. 21. «Ingimundur byggði þeim Hroll- eifl . . . bæinn f Ási. (Lndn. »ok setti þau niðr í Oddsás, gengt Hofi»). Bærinn Ás stendur sunnan í ásnum, sem hann heflr nafn af. En ásinn er ekki annað en melholt, sem stendur vest- an megin árinnar lítið sunnar en móts við Hof. Skammt fyrir neðan túnið í Ási gengur hvammur frá ánni vestur í holtið og skiptir því i tvennt að kalla má, svo að þar geta heitið tveir «ásar», og er hinn nyrðri mjög svo gengt Hofi. Hann hefir ver- ið kallaður Oddsás, — eða þó heldur Odda-ás af lögun sinni: 4 Áin hefir gert bug inn í hvamminn”og svo aftur annan bug út- fyrir ásinn, svo hann hefir myndað þar odda, má sjá þetta á gömlum farvegi sem þar er enn. Hefir þar verið hylur í ánni, því enn er þar síki, sem marhálmur (Hippuris vulgare) vex f. Norðurhlið hvammsins, sunnan í Odda-ásnum, er fögur grasbrekka, sem er kölluð LjótunnarJcinn. Það nafn hefir án efa myndast úr: Ljótarkinn, er hefir verið kennd við Ljót raóður Hrolleits; en á 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.