Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 13
33 er kringlótt girðíng, tæpura 100 föðraum ofar en bæjarrústin: sú girðing er 20 faðmar í þvermál. Innan i henni er upphækkun, sem líkist tóftar leifum; hún er aflöng, en mest niður sokkin ura miðjuna. Öðrum megin við hana er lítil tóft út við hringinn, eftir einhvern smákofa frá seinni öldum. Varla er hægt að hugsa sjer, til hvers þessi kringlótta girðing hafi verið ætluð, nema ef hofið heflr staðið íhenni; og annað hvort hefir það líka hlotið að vera þar, ellegar bærinn hefir verið settur ofan á hof- tóftina. Ekki er til neins að grafa i þessar rústir. Grjót er þar ekkert, sem til bygginga verði notað. Fyrir ofan rústirnar er halllend mýri, eu fyrir ofan hana móaholt. A því austan til er steinn, sem kallaður er blótsteinn. Hann er að norðanverðu nál. 3 álnir á hvern veg, en svo er hann uppdregin tveim megin og hryggmyndaður ofan. Á hæð er hann nálægt 2'/a alin. Vega- lengd þangað frá »Hofinu« mun vera á 4. hundrað faðma. Hvort lögun steinsins hefir gefið tilefni til þeirrar sagnar, að hann hafi verið btótsteinn, eða svo hefir verið í raun og veru, skal jeg láta ósagt. Eigi er heldur hægt að segja með vissu, hvort hjer hefir verið höfuðhof, eða að eins heimahof þeirra Melsmanna. Eigi er óliklegt, að þeir Miðfjarðarskeggi og Ögmundur, faðir Kormaks, hafl reist hofið í sameiningu, og hafi það síðan orðið höfuðhof vestasta goðorðsins í Húnavatnsþingi. Gnúpsdalur. Ekki er hægt að segja með vissu, hvar bær- inn Gnúpsdalur hefir verið. Þorkell, faðir Steingerðar, bjó í Tungu, sem án efa er Gnúpsdalstunga, en Steingerðr var fóstr- uð í Gnúpsdal. í fljótu áliti sýnist svo, sem þá hafi að eins einn bær verið frammi í dalnum, og heitið Gnúpsdalur. En af Grett- issögu, k. 11., sjest, að Gnúpur í Miðfirði var byggður tyrir þann tima. Auk þess eru þar í dalnum forn eyðibæjanöfn: Njálstaðir, Barðastaðir, Daðastaðir — Þverá og Fosskot eru ekki fornbýli. — Það mun því standa eins á með Gnúpsdal, bæði í Kormakssögu og Heiðarvígasögu, eins og með Þjórsárdal, bæði i Njálu og Landnámu: að sagnaritararnir hafa látið sjer nægja að nefna dalinn, án þess að tilgreina bœinn í dalnum, þann er um var að ræða. Sveinsstaðir i Miðfirði, þar sem Þórveig bjó, hafa staðið á sömu brún sem »Hofið« stendur á, iitium spöl utar. Nú hefir sá bær verið í eyði langan tíma, en nýlega er nú aftur gerður þar bær og kallaður »á Barði«. Það er hjáleiga f'rá Melstað.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.