Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 25
25 3. Það er ékki HJclegt að Þóroddur hafi hyrjað húskap á Hjalla. 4. Hof hefir verið að Hrauni. Að þessum ástæðum liggja þau rök er nú skal greina. 1. Það hefir eJcki legið nœrri, að jarðeJdur hlypi á Hjalla. Flestir ætla að jareldurinn, sem Kristnisaga getur um, að hætt þótti við að »mundi hlaupa á bæ Þórodds goða«, hafí verið hraun- kvísl sú, er myndaði Þurárhraun. En frá Þurárhrauni er nær- felt miluvegur vestur með fjallshlíðinni út að Hjalla. En hraun- kvíslin stefnir ekki einu sinni i áttina til Hjalla, úr því hún fell- ur ofan af fjallinu. Hún hefir fossað ofan um tvö skörð í fjalls- brúninni fyrir austan Þurárhnúk, og fallið til suðurs beint undan hallanum ofan á láglendið. Og þó menn hefði búizt við, að eid- urinn kynni að aukast og falla vestur af Þurárhnúk, þá er þar fyrir slakki mikill og þaðan ærinn halli til suðurs ofan á lág- lendið, sem eldflóðið hefði orðið að renna eltir. Það hefði ekki getað runnið utan 1 hallanum til hliðar vestur eftir, sem það hefði þó orðið að gera, ef eldurinn hefði átt að hlaupa á Hjalla. Það er því engan veginn líklegt, að fólk á Hjalla hafí orðið verulega hrætt um, að Þurárhrauns-eldflóðið mundi hlaupa þangað á bæ- inn. Seinni tíðar menn urðu samt að hugsa sjer það svo, úr því þeir töldu vist, að um Hjalla ^beri að ræða og vissu ekki af öðru hrauni þar nær, en Þurárhrauni. Hinu hafa fáir veitt eft- irtekt, að ofan á binu fornlega Lambatellshrauni, fyrir vestan Hjalla, liggur nýleg hraunkvisl, að líkindum yngri en bygging landsins og engu ólíklegri en Þurárhraun til þess, að vera frá árinu 1000, eins og Þorvaldi Thoroddsen þykir líka sennilegt, þó hann fullyrði það ekki. Það er ekki svo undarlegt, þó þeirri hraunkvísl hafi eigi verið veitt almenn eftirtekt, hún liggur ofan á fornu hrauni, en þar hafa víst fáir átt leið um af þeim, sera ljós var aðgreining gamalla og nýrra hrauna; annars hefðu menn líklega ímyndað sjer, að það hefði verið hún, fremur en Þurár- hraun, sem Hjallamönnum heíði staðið ótti af. Hún hefir komið norðvestan af heiði, breikkað svo og beygt austurávið er hún rann yfir Lambafellshraunið, svo að þaðan sem hún hefir komist austast, er stutt bæjarleið austur að Hjalla. Samt liggur Lamba- fellshraunið þar lægra en Hjalli, og því hallar til suðausturs, svo auðsjeð var, að eldurinn mundi hlaupa í þá átt, en ekki heim að Hjalla. 2. Jarðeldur hefir hlaupið að hœnum Hrauni. Hraunhvislin, sem nú var talað um, hefir hlaupið suðaustur yfir Lambafells- hrauuið og austur af brún þess, milli Hrauns og Grímslækjanna, 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.