Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 27
27 manns. Af Harðarsögu er svo að sjá, sem þeir hafl verið þing- menn Grímkels, en líklega er það svo að skilja, að þeir hafi átt mannaforráð um Ölfusíð, en verið samgoðar Grímkels, og hanu farið raeð goðorðið en þeir fylgt honum að málum. Þá er mála- ferli Grimkels urðu, heflr Eyvindur verið um flmmtugt, en Þór- oddur rúmlega tvítugur. Eigi heflr það samt veríð mörgum ár- um siðar, að hann fór að búa, því, eins og fyr er bent á, heflr hann verið kvæntur og búsettur 960. En af engu verður það ráðið, að Eyvindur hafl þá verið dáinn eða hættur búskap, um það er ekkert getið. Og þegar svo stendur á, verður að ganga út frá því, að allt hafi gengið venjulegan gang. Eyvindur hafl komist að sjötugu og búið að Hjalla til dauðadags, eða framund- ir 978. Samkvæmt þessu heflr Þóroddur hlotið að byrja búsTcap annarsstaðar en á Hjalla. Og þar heflr hann svo búið allt að 10 árum áður en faðir hans dó. En við dauða hans tekur hann fyrst við búinu á Hjalla. Þá höfðu höfðingjar oft fleiri bú en eitt; og er engin ástæða til að ætla, að Þóroddur hafi lagt hið fyrra bú sitt niður, þó hann tæki við hinu; má telja hitt sjálf- sagt, að hann hafi nú átt bæði búin og stjórnað þeim báðum. Því heflr hann nú setið að Hjalla öðru hvoru. En þegar Skafti son hans var fulltíða og kvæntist (hjer um bil 990) hefir Þór- oddur fengið honum i hendur búið að Hjalla, en sjálfur haft hið fyrra bú sitt eftir sem áður. Þannig liggur næst að hugsa sjer þetta. 4. Hof hefir verið að Hrauni. Yzti oddi hins nýja hrauns, norðan megin við lágina, heítir Hofið, og eyðihjáleiga sem þar var uppi á hraunsnefinu, lijet Hrauns-hof, eða eins og hún var vanalega nefnd «i Hofinu*. Þetta sýnir, að hof hafi verið á Hrauni í heiðni. Hofrúst sjest þar raunar ekki; hraunið mun hafa hlaupið fram yfir hofið, en þó eigi lengra en svo, að menn hafa vitað hjer um bil hvar það lá undir. Raunar hafa sumir, sem jeg hefi átt tal við um þetta, gizkað á, að þetta örnefni væri tilbúningur seinni tíma, þar eð hofsins sjást engin merki. En það er mjög eðlilegt, að hofsins sjáist engin merki; hitt er óeðlilegt, og naumast dæmi til, að slíkt örnefni hafi verið búið til «af' engu» og náð að festast við staðinn. Enda heflr þetta örnefni hjá Hrauni verið til frá ómunatíð. Og það er hið eina örnefni í þessu byggðarlagi, sem kennt er við hof. A Hjalla er ekkert slíkt örnefni. Má þó nærri geta, að Þóroddur gðði heflr haft hof á bæ sínum. En um Eyvind er það helzt að ætla, að hann hafi lítill blótmaður verið, og eigi sýnist hann hafa borið 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.