Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Side 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Side 31
31 og eru jaðrarnir á henni ófaldaðir. Vera raá að það hafi upp haflega verið litið eitt rauðleitt, en nú sjást þess litar litil sem engin merki, enda er það nú gult að lit og mjög svo fölnað og trosnað, svo sem myndin sýnir. »Silkið er alt ofið með smáum hringum, sem ganga í röðum yflr um þvert merkið og er sín mynd í hverri hringaröð, sem alt af skiptast á. I efstu hringa- röðinni er hjörtur. Þar fyrir neðan er fljúgandi fugl (líklega haukur), sem steypir sér niður úr loptinu, eins og hann ætli að hremma eitthvað með nefi og klóm. Þar á eptir kemur manns- mynd, sem er óglögg og síðan rós eðá sóley með fimm blöðum*. Á mitt merkið er saumaður kross úr hvítu lérepti og er stöngin eða sjálft krosstréð lítið eitt lengra en álmurnar; efst á kross- trénu eru styttri álmur og likist krossinn því mest grískum (bý- zönskum, lótringskum) krossum eða patríarkakrossum. Merkið er tvíklofið að neðan og raufarnar faldaðar með hvítu lérepti, en að framan er á spaðana eða oddana saumaður svartur, grænn og silfurlitur (ekki gyltur) borði, með laufum niður úr. Nú eru annað hvort engin eða örfá samskonar merki frá miðöldinni til á Norðurlöndum, og er því gripur þessi merkilegur í alla staði og þess verður að honum sé gaumur gefinn. Þá er myndin var gerð, hefir ljósmyndarinn ekki gætt þess að taka burt miða þann, sem númerið er skritað á, og kemur hann því fram aptast á mvndinni. 2. Ábreiða. Forngripasafnið á allmargar ábreiður frá ýmsurn tímum og með ýmislegri gerð. Hér er sýnd mynd nf einni þeirra; hún er frá miðri 18. öld, svo sem hún sjálf bei með sér og síðar mun á vikið, og er nr. 270 í skrá safnsins (8kýrsla I, 121. bls.j; hún er til safnsins komin að gjöf norðan úr Þingeyjarsýslu. Ábreiða þessi er 1,88 m. á lengd og 1,27 m. á breidd og er því ein af hinum allra stærstu ábreiðutn, sem safnið á. Hún er öll úr íslenzkri ull og með svonefndum augnasaum, en hann er svo gjör, að tekinn er gisinn strigi eða strammi og skipt niður 1 jafnstóra ferhyrnda reita, með 4—6 þráðum á hvern veg, eptir því hversu stór augun eiga að verða; síðan er farið með nál og þræði út fyrir yzta þráð í hverjum reit og iim í miðju hans og hert að, svo að allir þræðirnir í striganum (bæði uppistaðan og fyrirvafið) dragast út á við og verður þá lítið gat (auga) eptir í

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.