Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Side 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Side 32
32 miðjum reitnum, ef efnið er gott og verkið vel unnið; á þessum saumi er hvorki rétthverfa né ranghverfa, hann er eins beggja megin, svo sem auðskilið er. Þessi saumur er að líkindum eigi mjög vandasamt verk, en hlýtur að vera ákaflega seinunninn; í þessari ábreiðu telst svo til að séu um 52,250 augu og er það eitt nægilegt til að sýna, hvílikt verk er á henni. Á ábreiðunni er, svo sem myndin sýnir, einskonar knútauppdráttur, mjög hag- lega og reglulega gerður, enda bregður hvergi, nema ef vera skyldi á einum stað eða tveimur, út af réttri setning litanna> samkvæmt þvi, sem til hefir verið ætlazt í fyrstu. En því miður sýnir myndin eigi litina og er jafnvel eigi alstaðar svo glögg sem skyldi. Þar sem myndin er ljósust, þar er ábreiðan Ijósgul og ljósblá, en þó er ljósblái liturinn venjulegast ljósari; en þar sem rnyndin er dökkleit eða nærri svört, þar er ábreiðan annað hvort með dökkbláum, svörtum, grænum eða rauðum lit; þannig eru þræðirnir í hnútunum eða netinu samsettir af fimmfaldri augna- röð, svört yzt, en Ijósgul og ljósblá í miðju, en krossarnir í tígl- unum og rósirnar og stjörnurnar i átthyrningunum eru með ýmislogri samsetning hinna litanna, sem áður hafa verið nefndir, og verður þeim litbreytingum eigi lýst svo með orðum, að vel sé. Á efri enda ábreiðunnar er bekkur, sömuleiðis af augnasaum, og stendur þar með bandaletri: DOMHILDUREYRIKSDOTTER ■ MDC[CL]I þ. e. Dómhildur Eyríksdóttir 1751. Staíirnir eru með ýmsum litum, liinum sömu, sem eru á ábreiðunni, en hver stafur með sínum lit, nema síðara T í DOTTER og síðasti stafurinn í ártal- inu, þar er fleiri litum blandað saman. Sumir stafirnir eru mjög svo óglöggir, vegna þess að litirnir eru þar fölnaðir, svo sem DO og U í DOMHILDUR og IK ogE f EYRIKSDOTTER, en þó er enginn efi á, að þá ber að lesa svo; sömuleiðis er 4. og 5. staf- urinn i ártalinu hvor um sig svo óglöggur, að þar vottar að eins íyrir einhverjum litaskiptum, en augnafjöldinn sýnir, að þar hafa að eins 2 stafir getað staðið og eru þeir settir hér inn eptir ágizkun, því að kona sú, sem hér er nefnd, er varla nokkur önnur en Dómhildur dóttir Eiriks prests Þorsteinssonar í Saurbæ (d. 1738) og síðasta kona Þorsteins próf. Ketilssonar á Hrafna gili (d. 1754); hún mun vera fædd um 1725 eða jafnvel fyr og mun hafa gifzt sira Þorsteini 1749—50; hún varð gömul og and- aðist 1805 (Espól. Árb. XII, 4). Áður hefir letur þetta verið lesið nokkuð á annan veg 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.