Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 37
annars staðar á Norðurlöndum, því að þess er að eins um einn mann getið i fornsögum vorum, enda mun það ekki hafa verið gert i útlöndum, nema þá er konungar eða aðrir stórhöfðingjar áttu í hlut1. Margir af þessum litlu haugum hafa því algerlega horfið og orðið ósýnilegir ofan jarðar, einkum ef þeir voru í tún- um eða í ræktaðri jörð nálægt bæjum2. í þriðja lagi hafa menn snemma á öldum, jafnvel í heiðni, rofið haugana og gengið í þá til þess að ná fé þvf, vopnum og dýrgripum, er þar hafði verið fólgið, og til að vinna haugbúana og þótti hvorttveggja hið mesta frægðarverk; svo kvað maður einn, er brotið hafði haug Þórarins korna Grfmkelssonar; Hljóp ek í hauginn íorna, hvílzt heflk lengr of raorna lét ek á braut of borna beltishringju Korna3. Af þessum sökum hafa haugar hér á landi fækkað drjúgum og þegar sýnileg ummerki þeirra voru með öllu horfin, hafa menn gleymt stöðunum, þar sem þeir voru. En nú hefir nitt verið miklu tfðara, að menn hafi að eins grafið grunnar grafir handa líkunum, líklega sjaldnast öilu meira en 1 alin á dýpt og látið líkin þar niður í, lagt steina kring um likin, ef þeir hafa verið fyrir hendi, mokað síðan moldinni að og tyrft yíir gröfina. A þenna hátt mun öll alþýða manna hafa verið grafin. Auk þess mun á fæstum stöðum hér á landi hafa verið reglulegir grafreitir í heiðni, heldur hafa menn verið greptraðir hér og hvar og alls eigi hirt um að færa likin saman á einn stað, nema að vera má að hjón hafi verið grafin saman, þótt eigi færu þau í eina gröf, sem svo kallað er. Með þvi að þessu er svo varið, sem nú hefir verið sagt, er það eigi kynlegt, þótt nú séu fá leiði frá heiðni kunn hérálandi, enda er eigi nema rúmur mannsaldur síðan farið var að gefa þeim nokkurn verulegan gaum. Að visu hafa á flestum öldum verið hér þeir menn, er gjarna hafa viljað klófesta fé það, er þeir hugðu vera mundu í haugum þeim, er þeim voru kunnir, og fyrir því hafa flestir haugar verið brotnir á ýmsum tímum, 1) Geirmundur heljarskinn var lagður í skip (Landn. 2, 20), enda var hann talinn «göfgastr allra landnámsmanna á Islandi*. 2) Sbr. Gautiandafundinn, Baldursheimsfundinn, Kornsárfundinn o. fl. 3) Landn. 2, 8.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.