Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Side 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Side 43
Skýrsla. I. Aðalfundur fjelagsins. Aðalfundar fjelagsins fórst fyrir á ársdegí þess, en var svo haldinn 12. okt. 1895. Formaður skýrði frá, að Árbók fjelagsins væri undir prentun og kæmi þar meðal annars skýrsla um rann- sóknir Brynjólfs Jónssonar sumarið 1894; í sumar hefði Brynjólf- ur einkum rannsakað fornar byggðaleyfar í Árnessýslu otanverðri, í Mý/asýslu og á Fellsströnd, og kæmi skýrsla um það í næstu Árbók; ennfremur kostaði Brynjólfur jafnan kapps um á ferðum sínum að spyrja upp forngripi og hvetja menn til að halda þeim til Forngripasafnsins, enda hefði safnið lagt styrk til ferða hans. Fram var lagður endurskoðaður reikningur fjelagsins fyrir næst- liðið ár. Samþykkt var, að gefa fjelagsmönnum kost á, að kaupa Árbækur fjelagsins frá upphafi til 1893 incl. fyrir 8 kr. og hverja einstaka Árbók fyrir 1 kr. 50 a. Ennfremur var samþykkt, að nema úr fjelagatölu nokkra menn, sem eigi hafa gjört fjelaginu nein skil í langan tíma; flestir þeirra eru í útlöndum (Ameríku) og ókunnugt um verustað þeirra. Með því að fundurinn var fá- mennur var samþykkt í einu hljóði, að hin fyrverandi stjórn hjeldi störfum sinum til næsta aðalfundar, án þess að regluleg kosning færi fram. Kand. Þorsteinn Erlingsson hjelt fróðlegan fyrirlestur um rannsóknir sínar í sumar á fornum bæjarústum. II. Reikningur fjelagsins 1894. Tekjur: 1. í sjóði frá f. á...............................kr. 842,29 2. Tillög og andvirði seldra árbóka (fylgiskj. 1.) . — 456,70 Flyt: kr. 1298,99 6*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.