Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 1
Skrá yfir eyðibýli í Landsveit, Rangárvallasveit og Holtasveit í Rangárvallasýslu. Eftir Brynjúlf Jónsson A. Landsveit. 1. A eða Arbœr torni, þar sem Ketill einhendi, landnáms- maður, bjó, hefir staðið á eystri bakka Þjórsár, ofanvert við Öl- móðsey, í útnorður fhá Hvammi. Þar heitir nú »Bæjarnesið«. Raunar er það ekkert eiginlegt nes nú á dögum, heldur að eins horn eða krókur sem Þjórsá gjörir, þá er hún skiftist og myndar Ölmóðsey, þvi við ef'ri enda eyjarinnar breytir eystri kvislin stefn- unni frá suðvestri til suðurs. Hornið er nokkuð hálent og bratt að ánni, en sunnanundir því er breið lægð við kvíslina, og er hún lægst norðantil og þar gengur hún lengst inn. Sér þess vott, að fyrrum muni þar hafa verið lækur, sem nú er þornaður. — Er það víða á Landi og Rangárvöllum að lækir hafa horfið, ým- ist af jarðskjálftum eða þeir hafa kafist af sandtoki. — Hér var því réttmæli að kalla nes meðan lækurinn var, og liefir hað hald- ist, þó það hætti að eiga við, er hann var horfinn. Uppi á horn- inu, milli lækjarfarvegsius og árinnar, sér til rústa á 3 stöðum'. Eru þær sýndar með bókstöfum á uppdrætti er ég gjörði yfir nes- ið, m. m. Lækjarfarvegurinn er þar sýndur með punktaröð. Ekki er hægt að lýsa rústunum, svo eru þær úr lagi gengnar. Þó virðist sem lítið eitt móti fyrir undirstöðuí hinni vestustu (a), sem tæpast stendur á horninu við ána. Hin nyrsta (b) er ekki annað en lítið brot úr undirstöðu einhverrar byggingar, en sú,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.