Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Síða 5
5
þar undir bænura görnul hleðsla og hjá henni stoðir úr rekavið,
maukfúnar, og samskonar hafði, segja menn, áður fundist undir
lambhúsi í túnjaðri. Önnur sögn er einnig, að Torfl hafi hlaðið
garð frá Klofa út í Skarðsfjall og látiö hvern mann, er um fór
»gjalda Torfalögin« þ. e. leggja 3 hnausa í garðinn. Fyrir tæp
um 20 árum þóttust menn sjá leifar af garðinum; en nú er allt
svæðið blásið upp. Klofi var kirkjustaður og var búið að byggja
þar timburkirkju fyrir 1878; en það ár var hún lögð niður, því
þá sást fyrir, að sandfok mundi eyða bæinn. Enda varð það
árið eftir. Var þá aftur byggt litið kot út með læknum gagn
vart Skarði sem nú er, og ber það kot nafnið Klofi. Þar sem
bærinn var, er nú grjóthóll á sandsléttu. »Grunnmúr« kirkjunn-
ar sést glöggt, og stöpullinn, sem klukknagrindin stóð á. A þann
stöpul hafa menn nú lagt 2 legsteina, er þar voru í kirkjugarð-
inum, svo þeir ekki verði sandorpnir. A öðrum þeirra er latínu-
letur, en mjög slitið. Þó gat ég lesið: »Jon Magnússon og Val
gerður Guðmundsdóttir Anno Christi« — en ártalið sást ekki.
Efst og neðst á steini þessum hygg ég vera latneskt mál. Á
hinum steininum er settletur, mjög vandað, en máð og illt af-
lestrar. Þó gat ég lesið ártalið 1676 og orðin: »Saler íieitlatra
eru i Gvds Hende og eingen Pina snerter þær«. Meira mutidi
hafa mátt lesa; en sandbyl gjörði, og varð ég að hætta. Lagði
ég steinana svo, að letrið sneri niður, svo sandfok slíti letrinu
minna. Annars ætti að flytja þá á óhultan stað, helzt í Forn-
gripasafnið; má það vel, þvi þeir eru léttar klyfjar Þeir eru
báðir úr íslenzkum steini. — Stóra-Klofa fylgdu tvær hjáleigur,
sem eyddust ásamt honum:
16. Litli-Klofi stóð á sléttum völluin nokkuð langt fram
með læknum. Þar er nú talsvert farið að gróa upp aftur, og
hafa eigendur þar heyskap.
17. Borg stóð sunnar og lengra frá læknum enn Litli Klofi.
Þar var fyrir innan bæinn annar lækur, sein hllfði honum við
sandfoki fyrst. En svo sandkæfðist hann, og Borg tór af Er
þar nú sandslétta, en þó stundum deigja nokkur þar er lækur-
inn var.
18. Mörk stóð bæjarleið norður frá Stóra-Klofa og átti
mjög víðlent og gott land, einkum inn eftir; var það nær allt
skógi vaxið eða lyngi. En 1882 blés það svo upp á stuttum tima,
að lítið annað sást eftir enn sandrokið hraun. Þó hélzt byggð í
Mörk fram til 1894. Þá eyddist hún að fullu.
19. Eskiholt stóð stuttri bæjarleið í útnorður frá Mörk,
vestan undir suðurendanum á dálitlum bergási, sem heitir Eski-