Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 8
8
Ögmundsson, er þar bjó frá 1804 til 1824, flutti bæinn undan
; andfoki þangað, sem hann er nú. Er mælt, að hann hafl sett
bæinn við landamerki, og olli það landaþrætu milli Hellis og
Húsagarðs. Jón var faðir Arna í Breiðholti og þeirra systkina.
ál. Hrólfsstaðir heita enn skamt austur f'rá túni á Tjörfa-
stöðum; það er grashæð, sem eítir hefir orðið, er þar blés, og
sér á byggingargrjót norðan í henni. Annars er þar að gróa
upp aftur. Sagt er, að Hrólfsstaðaland og Hellis hafi verið eitt,
og Hellir verið hjáieiga í fyrstu, en eignast landið og orðið sjálf-
stæð jörð, er Hrólfsstaðir eyddust. þó er Hrólfsstaðarúst í Tjörfa-
staðalandi nú. Má Tjörfastaðaland hafa verið lítið meðan byggð
var á Hrólfsstöðum og Kýraugastöðum. Til þess bendir og sú
munnmælasögn, að Skálholtsbiskup hafi leyft sveini sínum, er
Tjörfi hét, að gera þar bæ, af því honum þótti svo fagurt þar.
En þá hefir þar verið Hrólfsstaðaland áður. Eftir þvi ættu Hrólfs-
staðir að hafa mjög snemma orðið stólseign, því bæði þeir og
Tjörfastaðir eru nefndir í Oddamáldaga frá 1270 (Fornbr.s. II. 86).
32. Kýraugastaðir (»Keraugastaðir«) stóðu gagnvart
Tjörfastöðum fyrir vestan lækinn, sem þar er í milli. Lækurinn
kemur upp úr kringlóttri holu eða »auga« inni í helli þar í hrauu-
brúninni. Sá hellir hrundi í jarðskjálftanum 1896. Halda margir,
að bærinn sé kendur við »augað«, og að það hafi heitið »Ker-
auga«. En mér þykir allsendis ólíklegt, að hann hefði þá verið
kallaður — »staðir«; því sú ending fyigir ávalt, í fornum bæja-
nöfnum, á eítir mannsnafni eða nokkru því, er menn hafa valið
þar stað. Þykir mér þvi hin myndin bæjarnaf'nsins: Kýrauga-
staðir, miklu liklegri, þar eð kýrauga gæti verið viðurnefni manns,
er þar hefði byggt. Oddamáldagi, sem nýlega var nefndur,
heflr bæjarnafnið líka Kýraugaetaðir. Hér hafði verið kirkju-
staður og stórbýli og átt mikið land báðumegin við læk þann,
er rennur frá Lækjarbotnum suðaustur í Rangá. Bærinn liefir
eyðst af uppblástri, en nú er þar þó gróið upp aftur. Úr landi
jarðarinnar eru bygð þrjú býli, öll sæmilega góð: Þau eru:
Bjaliinn fyrir ofan Lækjarbotnalæk og Efra-Sel og Neðra Sel
fyrir framan hann. Efra-Sel var fyrst kallað »Holtið« eða: í
»IIoltinu«, en Neðra-Sel: Selið eða: í »Selinu«. í þessari landar-
eign eru Akurgarðar; það eru fornar girðingar miklar út með
læknum að ofanverðu. Hefir vatni verið veitt á þær til forna úr
læk einum, sem þar kemur ofau að og fellur í Lækjarbotnalæk,
og nefndur er Tvíbytnulækur. Sýnir það menningu þeirra, er á
Kýraugastöðum hafa búið.