Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 11
11 skarðinu, og þá hafi hann rekið annan fótinn ofan í holu, án þess þó að gefa því gaum í svipinn, vegna eltingaleiksins. En þegar hann gætti að, hafi hann fundið mylsnu úr fúnu tré í skónum á þeim fætinum og talið víst, að þetta hlyti að vera úr holunni; hafi hann því leitað hennar, en ekki hitt hana aftur, og enginn siðan. Er það og ekki undarlegt, þvi fljótséð er, að til lítils kemur að leita að einni smáholu i óðru eins hrauni. — Sagt er, að margir fleiri bæir hafi orðið undir þessu hraunflóði; hefir það og víðáttu nóga til þess, að svo hafi getað verið. — Enginn er þó nefndur nema: 10. Tjaldastaðir, og mun það vera eftir ætlun, sam- kvæmt Landnámu, en ekki eftir neinni sjálfstæðri sögn, þvi ekkert örnefni bendir á hvar þessi bær hafi verið, sem varla er heldur von á slíku svæði. — Kvísl mikil af þessu hraunflóði hef- ir fallið vestur at hrygg þeim er gengur af útsuðurenda Sel- sundsfjalla, dreifst þar út og runnið svo langt norður með fjall- iiu að vestan, að sund eitt skilur það frá hinu efra hrauni, sem fyr er talað um, að fyllir dalinn milli Bjólfells og Selsuudsfjalla. Stendur bærinn Selsund í því sundi undir brún efra hraun.sins, en lækur rennur vestur með hinni fremri. Fyrir framan hann undir norðurhorni þess hrauns, hefir bær verið, hjáleiga frá Sel- sundi, og heitið : 11. Litla Selmnd, en það hefir verið í eyði frá ómunatíð, og eru þar fjárhús frá Selsundi. Skamt vestur þaðan er vik inn i hraunflóðsbrúnina; sér þar aðra hraunbrún eldri, sem þó er yngra en slétta hraunið, er Selsund stendur á, og er hún ofan á því. bessi brún heitir Selskógar. Má þvi ætla, að á þessu svæði hafi verið sel (frá Skarði ?), áður en hraunið rann; en Selsund fyrst verið bygt, þá er hraunin höfðu myndað mndið milli sín, en eyðilagt selin. Það verður yfir höfuð að hafa í huga, þá er lýsa skal af stöðu bæja á efri hluta Rangárvalla, að þar liggur hvert hraun- flóðið fram á annað, og myndar brún þar er það þrýtur. Hin elztu sem sjást, hafa flotið lengst fram. Eru þau hulin jarðvegi þar sem óblásið er, og víst verið skóglönd áður, þó enginn viti nú, hve langt er síðan skógarnir eyddust. 12. Ketilsstaöir hafa staðið skamt vestur frá Selskógum; þar gengur hraunkvislin lengst til útnorðurs og heitir þar Ketils- staðanef. Undir því ætla menn, að bærinn sé hulinn. Þarskamt frá sér fyrir hringmyndaðri bvggingu á hinu flata, eldra hrauni, og er getið til, að það hafi verið fjárborg frá Ketilsstöðum. Þetta flata hraun myndar aftur brún nokkru vestar og liggur hún fyrst 2*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.