Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 13
13
þessum stað; en svo lagðist þetta Bolholt í eyði. Þó er þar ekki
alveg örblósið enn. Eftir það, 1804, var Bolholt sett þar, sem
það er nú, vestur við Rangá litlu neðar en móts við Húsagarð.
Arið 1882 spiltist það enn af sandfoki, svo það var i evði um
1 ár. En síðan hefir bygð haldist þar.
17. Víkingslækur stóð suðaustur frá Bolholti, í brún
hrauns þess, er undir liggur hinum áður töldu hraunum og
breiðst hefir svo vitt út, að brún þess nær svo að kalla yfir
þvert milli Bolholts og Keldna. Hjá Vfkingslæk er hraunlaust
land framundan brúninni, en móberg og blágrýti kemur í l.jós er
jarðvegur blæs upp. Svo er alt austur að Heiðarlæk. Lækur-
inn Víkingslækur kemur undan þessari brún í tveimur stöðum og
er hann eigi alllitill er kvfslarnar koma saman. Bærinn Víkings-
lækur stóð hjá vestri upptökum lækjarins, litlu vestar og ofar.
Þar var stórbýli og þó tvíbýli. En 1784 spiltist jörðin svo af
sandfoki, að annar bóndinn, Loftur Loftsson, fiutti þaðan og g.jörði
nýbýli að Kaldbak, það er við Rangá norður frá Þingskálaþing
stað. Þar var Vikingslækjarland Síðan var einbýli á Víkings
læk til ársins 1811, þá flutti bóndinn, Brynjúlfur Jónsson, bæinn
undan sandfoki og setti hann á Þingskálaþingstað, og heitir bær-
inn siðan; »að Þíngxkálum«, en Víkingslækur er í eyði. Þó voru
þar fjárhús og heiðarspilda fram til 1882. Þá blés það alveg af.
Þingskála-þingstaður er suntian í hæð og sést þar enn fjöldi
búðatófta neðantil i brekkunni og vestur frá henni Brynjúlfur
setti bæinn ofan á efsta mannvirkið í brekkunni, svo það er ekki
framar til. Ekki vita menn, hvað það var. Onákvæmt er að
segja, að búð Marðar gigju sé »undir bænunn þvt samkvæmt
munnmælunura er að eins austurendi hennar horfinn undir vesturkál-
garðinn, en mestur hluti hennar sést vestan við hann. Mannvirk-
ið, sem varð undir Þingskálabænum, þykir mér líklegast að hafi
verið dómhringurinn, og að það sé blandað málum, er hann er
talinn að hafa orðið undir bænum á Kaldbak. Tíl þessa bendir
það, að steininn, sem ýmist er kallaður hlót.stemn eða höggsteinn,
fann Brynjúlfur i brekkunni neðanvið bæinn, þ e. a. s. i hrekk-
unni neðan við mannmrkið. Svo sagði mér Sæmundur bóndi Gfuð
mundsson, er nú býr á Þingskálum, en hann er áreiðanlegur og
fróðleiksmaður, hefir alist upp þar á næsta bæ hinumegin Rang-
ár (Helli) og spurði snemma um þetta og fleira, er þar að laut,
bæði Brynjúlf sjálfan og aðra garnla menn, sem eitthvað höfðu
hevrt um hinn gatnla þingstað. — Hann sýndi mér t. a. m. Gunn-
arsbúð, N.jálsbúð og Marðarbúð, eftir þvi sem honum hafði verið
sagt. — Brynjúlfur setti steininn í bæjardyravegg; en nú hefir