Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 15
15 lækjarbrúninni og er þvi eldri en hún og ef til vill elzta hraunið á Rangárvöllum. Það nær suður að Reyðarvfitni og Gunnarsholti en vesturhraunið nær að Rangá hjá Geldingalæk. Niður með þessu hrauni að norðanverðu rennur Heiðarlækur, og má sjá að fyrrum hafa upptök hans verið miklu innar en nú. Þar hefir Heiði fyrst verið bygð. En svo hefir hún verið færð undan sand- foki og sett langt niður með læknum að vestan, á suðurhorn hins hraunlausa svæðis, sem er suður frá Víkingslæk, Þar er rústabali niikill, sem sýnir, að enn hefir Heiði verið stórbýli. En þar blés einnig af, og var hún þá færð lengra út með læknum að norðan, gagnvart þvi sem hún er nú. Þar hélzt hún ekki heldur við. Þá bjó þar Jón Ögmundsson, er síðar bjó í Hrólf- staðahelli og flutti þann bæ. Hann fiutti Heiði suður yfir læk- inn. En þar er sagt að Geldingalækur hafi þá átt land, en Jón ekki spurt leyfis að byggja þar. A Geldingalæk bjuggu tveir bænd- ur; vildi annar reka Jón burt, en hinum þótti það ekki »gustuk« og fór svo, að Heiði eignaðist landspildu frá Geldingalæk og stend- ur hún enn þar sem Jón setti haua; sjálfur varð iiann þó bráð- um að fara þaðan, því óráðvendnisorð lagðist á hann. Þá fékk hann Hiidarsel í Ytrihrepp; en var af sömu orsökum rekinu það- an aftur eftir fá ár. Þá fór hann að Helli, sem fyr segir, og bjó þar til dauðadags. — Þetta sagði mér Jón bóndi Loftsson á Geld- ingaiæk, og hafði heyrt fólk, sem þetta mundi, segja frá því. 20. Gunnarsholt stóð sunnan í hæðardragi, sem er fram- anundir suðvesturbrún hraunfióðs þess, er síðast var getið og lengst hefir runnið ofan ef'tir Rangárvöllum. Er þar boga- dreginn hryggur, sem út lítur fyrir, að hraunfióðið hafi stanzað við, og svo sigið til baka er það kólnaði og inyndað lægð, eins og vanalega verður þar er hraunflóð mætir hæð. Holtahryggur þessi er samsettur af þrem smá-holtum, sem liggja í röð, eu lægðir á milli. Vestasta holtið, sem næst er Geidingalæk, cr stærst. Það er nú örblásið og alt svæðið þar fram af ofan til Varmadalslækjar og Rangár. Á því svæði er ekki hraun og litið grjót annað en smá rnöl. Suður af miðholtinu er óblásið. Sunnan í því stóð bærinn Gunnarsholt. Þar var kiikjustaður frani til 1837, þá var bærinu færður undan sandfoki, kirkjau iögð niður og sóknin lögð til Keldna. Eigi var þó bærinn færður lengra en austur í lægðina, sem þar verður næst fyrir austan holtið. Þar stóð hann fram til 1854. Þá var honum eigi lengur vært þar, og var hann þá færður yfir á austasta holtið. Þar stendur hann enn. Graslendi er enn kringum mið-bæjarrústina, og er hún varla nema hálf-fallin. Eu holtið, sein elzti bærinn

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.