Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 20
20 taðir sinn, Páll Guðmundsson, sem síðar var náfnkunnur bóndi á Keldum, hefði verið fæddur í Keldnaseli, því faðir hans, Guðmundur Erlendsson, bjó þar þá. Hann var tvikvæntur. Fyrri kona hans hét Halla, ættuð úr Holtum; með henni var Guðmundur fátækur. Síðari kona hans hét Guðrún; hún var fyrirtakskona og auðgaðist hann mjög með henni. Þá bjó að Keldum Guðmundur prestur eða prestlingur, tengdason Brynjúlfs sýslumanns Sigurðssonar í Hjálmholti. Hann átti Keldnatorfuna, en bjó þó illa. Eitt sumar sló Guðmundur Erlendsson blöðku (o: melgras) þar, sem nafni hans taldi vera sitt land, og hirti hann heyið. A útmánuðum vorið eftir varð hann heylaus og bað Guðmund Erlendsson um 2 heyhesta. Hann neitaði og bað hann nú njota blöðkunnar. Guðrún var þá ekki heima; hún var að sitja yfir konu. Þegar hún kom heim, sagði Guðmundur henni þetta. Þá sagði hún: »Þú áttir ekki að neita honum, Guðmundur minn!« Kom hún því til leiðar, að Guðmundur sendi nafna sínum 2 heyhesta Um vorið fór nafni hans frá Keldum og vildi selja þá eign alla. Launaði hann heyið með þvi, að bjóða nafna sínum fyrstum að kaupa hana. Það þá hann, fór að Keldum og bjó þar síðan, en lagði Keldnasel i eyði. Voru þar síðan fjárhús frá Keldum fram að 1882; þá blés þar latidið, og er nú eyðisandur og hraun. — Frásögn þessi mun koma heim: Guðmundur Magnússon prests, Sæmundssonar á Þingvöilum, hafði lært undir prestskap og giftist siðan Ingi- björgu Brynjúlfsdóttur, Sigurðssonar. Með henni hefir hann fengið Keldur, og búið þar meðan hann fékk ekki brauð; en það var nokkuð lengi. Getur hans lítið á þeim árum utan það, að Espó- lín segir (Árb. XI. 25), að hann hafi »verið í Fljótshlið*; hefir hann ef til viil verið þar aðstoðarprestur um hríð hjá síra Magn- úsi Einarssyni, en bmð á Keldum eftir það1. Þaðan hefir hann svo farið, er hann fékk Kálfatjörn 1186, og þá selt Keldnaeignina, til að geta komið búskap sínum í lag á Kálfatjörn. Hefir þá Keldnasel verið lagt í eyði það ár eða árið ef'tir (1787). 47. Sandgil var eigi alllangri bæjarleið tii austurs frá Keldnaseli. Stóð bærinn fyrst milli tveggja hraunbrúna, er þar fjarlægjast hvor aðra, svo hin vestri liggur til útsuðurs, en hin eystri beygist til suðausturs. Má sjá, að bærinn hefir tvisvar 1) Samkvæmt prestatali síra Sv. N. er síra GrutTmundur eigi vigður fyr enn 1786; en eins fyrir því gat hann fyrst verið í Fljótshlið og síðan búið á Keldum þar til hann fékk Kálfatjörn Hann fékk siðar Hrepphóla, og lét hann Gruðna, son sinn og aðstoðarprest, búa á staðnum. Hann hefir því ekki verið hneigður til búskapar, Höf.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.