Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Síða 24
24
moldar undirlagi. Suðausturendi hennar er horfinn í árburð úr
Fiská, og hefir hún að öllum likindum brotið burt nokkurn hluta
bæjarins, um leið og hún heflr eytt engið og mikið af túninu.
Hún er nefnil. á þessum stað reglulegt auravatn; en þau kasta
sér til ýmsra hliða, eftir þvf sem þau bera árburðinn undir sig.
Af þessu mun bærinn hafa lagst í eyði. Raunar hefir holtið (nú
Reynifelhalda) blásið; en það mun hafa orðið síðar, þvi nýgræð-
ingurinn þar lítur út fyrir að vera ungur. — Smáhlutir kváðu
hafa fundist í rúst þessari. Auðunn Jónsson, vinnumaður á Reyni-
íelli, fann þar koparhringjur af reiða og ætlar hann þær forn-
gripasafninu.
Likur þykja til, að Reynifell hafi ekki verið bygt fyr enn
Hrappsstaðir og Holt voru komin í eyði. Þó hefir víða verið
þjettbýlt til forna, og má ekkert um þetta fullyrða.
C. Holtasveit.
1. Jólgeirsstaðir, þar sem Jólgeir landnámsmaður bygði,
hafa lagst í eyði af sandfoki, sem hefir tekið sig upp við Steins-
læk framundan Efri-Hömrum eða litlu vestar. Hefir þar blásið
upp allstór landspilda frarn með vesturbrún hæðar þeirrar, sem
As og fleiri bæir standa á. Er rúst Jólgeirsstaða næstum fremst
á sandinum, skamt austur f'rá bænum Seli og spölkorn austur
frá Asmundarstöðum, sem standa í hæðarbi úninni. Jólgeirsstaðir
hafa staðið að eins laust frá hæðinni. Hin uppblásna spilda heit-
ir Jfjlgeirs>itada>iandur; er hún örblásin ofaní grjótmöl alt fram að
rústunum. Þar setn bærinn stóð er þó ekki allur jarðvegur blás-
inn burt. Þykkur moldarbali er undir þeim hluta rústarinnar,
sem virðist hafa verið frambærinn Sér þar fyrir undirstöðum
hér og hvar, og sýnast hafa verið 4 hús í röð og snúið stöfnum
fram, til suðausturs. Því svo virðist bærinn hafa snúið. Ait er
það þó óglögt, þvi hið bezta af grjótinu hefir verið tekið upp og
flutt heim að Seli. Undan afturhluta bæjarins er allur jarðvegur
blásinn, og liggur grjótið i dreif á melnum; en hið bezta er flutt
heim að Seli A hlaðinu hefir verið bænhús og kirkjugarður. Þar
er öll mold blásin burt, en eftir er að eins grjótdreifir og litið af
marinabeinaleifum. Guðmundur bóndi Ólafsson á Seli fann þar
fyrir fám árum heila höfuðkúpu, og kom hann henni innundir